Sumarið komið og sólin í bæinn!

Kosningadagurinn rann upp ljúfur og sólríkur því bauð ég systrunum á Mávatjörninni í húsbílaferð.

Ferðin byrjaði í Sólbrekkum en þar hefur aðstaða fyrir börnin verið endurnýjuð svo sómi er að. Þarna eru gúmmíhellur til að vernda börnin ef þau detta og ný leiktæki, svo hjóluðu systur þarna um og sippuðu þegar hlé var gert á leik í tækjunum.

Ævintýraferð inn í litla skóginn var skemmtileg og sá eldri systirin kanínur á hlaupum.

Nýju leiktækin í Sólbrekkuskó.

Því næst fórum við að Garðskagavita en þar var ákveðið að gista. Undum við hag okkar vel þar í góðu veðri. Systur hjóluðu heilmikið þarna og svo var farið í fjöruna og leitað að kröbbum, kuðungum og skeljum einnig var þarna ýmislegt er sjórinn hefur flutt að landi.

Þarna er gott að vera og nóg að skoða.

IMG_1185IMG_1233

 

 

 

 

 

 

 

IMG_1293IMG_1287

Sunnudagskvöldið leið svo við myndatökur af kvöldsólinni og Snæfellsjökli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband