Nú líður senn að áramótum með tilheyrandi hávaðamengun og reykjamekki.
Spáin er góð og það verður æðislegt að sjá frá mínum nýju bæjardyrum þegar suðurnesjamenn skjóta gamla árinu burt.
Verð tilbúin með myndavélina á nýja þrífætinum og búin að lesa mér til í bókinni góðu svo að það á ekkert að klikka.
Ég vona bara að landsmenn styðji við bakið á björgunarsveitum og kaupi flugelda hjá þeim.
Bloggar | 29.12.2008 | 22:18 (breytt kl. 22:30) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Gleðilega hátíð kæru vinir, vandamenn og lesendur bloggsins.
Nú eru búnir tveir dagar af jólahátíð og mín fjölskylda hefur eins og flestir landsmenn troðið í sig góðum mat og ótakmörkuðu áti á nammi og gosi.
Ég var bara hress í morgun enda passaði ég mig á namminu og reykta kjötinu, borðaði grillaðar lambalundir en lét hamborgahrygginn vera.
Jóladagsmorgun, vaknað með "þynnku" í líkama eftir syndsamlegar unaðs stundir kvöldsins "alla malla" maturinn frá aðfangadag sagði til sín í liðum og þrútnum augnalokum, en mikið var samt gott að sleppa fram af sér beislinu.
Svona fer þegar maður lifir fyrir augnablikið.
Nú horfir allt til betri vegar í dag og svo er ein veislan í kvöld þar sem við systur höldum árlegt jólaboð með öllu tilheyrandi. Ég reyni nú að vera staðföst og forðast þann reykta og borða frekar það óreykta.
Við spilum Bingó þar sem allir spila og "allir" fá vinninga, já við erum svo stórtækar systurnar höfum marga vinninga. Einnig er slegið í annarskonar spil eins og póker eða vist svo getur einhver hafa fengið kreppuspilið þessi jólin og mætir með það.
Nú einnig eru þarna nokkrir sem spila á gítar og hljómborð þannig að við getum sungið nokkur jólalög með ungviðinu, engum ætti því að leiðast.
Það er alltaf gaman að hitta stórfjölskylduna.
Til borgarinnar skal því halda til að hitta fjölskylduna og vísetera í Kirkjugarðinn, bara athuga hvort ekki er þar allt í friði og ró. Kveiki á nokkrum kertum þar. Huga einnig að lóðinni minni.
Á morgun laugardag er svo stórbrúðkaup og ekki slær maður af í áti þann daginn svo að á sunnudag verður bara léttmeti svo ég geti mætt til vinnu á mánudag.
Bloggar | 26.12.2008 | 11:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er búið að skrúbba og skipta á rúmum á þessum bæ og nú mega jólin koma til mín með kærleik og frið.
Það er von mín að sem flestir finni frið í hjarta sínu og geti gefið af honum til þeirra sem hans þarfnast. Margir eiga erfitt bæði vegna veikinda og bágra kjara á hátíð ljóssins og sendi ég þeim hlýjar hugsanir og megi þeir öðlast sálarfrið um stund.
Sáluhjálpar geymslan getur verið full hjá mörgum og endilega gefið til annarra úr henni.
Nú er það fyrirgefningin og umburðarlyndið sem við eigum að huga að.
Kæru vinir og vandamenn nær og fjær, sendi mínar bestu óskir um gleðilega jólahátíð megi þið eiga frið í hjarta.
Farið varlega í jólamatinn og með eldinn á kertunum.
Í Betlehem hjá blíðri móður, barn í jötu reifað var.
Lýsti stjarna lágu hreysi, ljóssins englar komu þar.
Englar komu, englar sungu, englar stóðu helgan vörð.
Lausnarans frá lágu hreysi lífsins boðskap fluttu jörð.
Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka.
Bloggar | 24.12.2008 | 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hvað eru ökumenn að æða út í óveður þegar vegagerðin er búin að gefa út viðvörun um skafrenning og yfirvofandi ófærð. Þetta hlýtur hreinlega að vera lífspursmál hjá þessum ökumönnum. Ég skil ekki svona.
Á þessum árstíma þarf fólk sem er á faraldsfæti að hlusta eftir veðurspá dagsins.
![]() |
Yfirgefnir bílar tefja mokstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.12.2008 | 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fór til Reykjavíkur í gær til að skoða litla jóla engilinn okkar og mikið er hún fín og yndisleg bara alveg draumur og svo slétt í framan eins og hún á ættir til,
hún er bara sólahrings gömul algjör fegurðar drottning. Já hverjum finnst ekki sinn fugl fagur eins og máltækið segir.
Setti inn myndir er ég tók í gær laugardag.
Er pínu meir/ væmin núna enda eru að koma jól og þá verður maður að vera glaður með sitt og sína sama hvort jólin verða hvít, rauð, blá eða allt í kaldakoli hjá þjóðarskútunni. Auðvitað er staðan mjög bág hjá mörgum en njótum augnabliksins og þess að vera til og gleðja hvert annað með góðum hugsunum og jákvæðni, faðmlagi og kossi
á kinn.
Knús, kossar og faðmlag til ykkar þarna úti og finnið nú ljósið í myrkrinu. Það þarf ekki allt að fljóta í dýrum gjöfum sem keyptar eru í verslunum landsmanna, gefið líka þær andlegu sem allir eiga eitthvað af og kosta ekki peninga.
Ég var í útskriftarveislu í gær kveldi hjá vinkonu minni og þar ríkti glaumur og gleði þangað til uppgötvaðist að hundurinn á bænum át hálfa brauðtertu sem geymd var utandyra og átti að vera seinna um kvöldið. Var það hundinum að kenna? Vona bara að hann fái ekki í magann.
Bloggar | 21.12.2008 | 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er að líða að jólum og flestir að klára jólagjafaverslunina en við í fjölskyldunni fengum gullfallegan jólapakka í morgun 19. desember. Þarna var á ferð jólastorkurinn sem kom með sendingu, litla jólastúlku er ég kalla jóla krúttlu. Þeim mæðgum heilsat vel og eru þær í hreiðrinu en storkurinn flaug fljótt á braut.
Jóla krúttlan vildi greinilega eiga sinn eigin afmælisdag eins og stóri bróðir sem er tveggja ára síðan 19. nóv. en mamma hans 18. nóv. Þau eiga nú afmælisdaga báðum megin við minn, en minn er 16. des.
Það var og er allt einhvern veginn svo yndislegt í dag og lamman svo stolt að hún gat bara varla klárað vinnudaginn, fannst hún hafa unnið stóra vinninginn.
Svo eru komnir fimm ættliðir í beinan kvennlegg
Set inn mynd hér til hliðar í albúmið börn og barnab.
Bloggar | 19.12.2008 | 18:16 (breytt kl. 19:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hversu mikið á að seilast í vasa skattborgara. Algjör lágkúra. Hvar enda þessi ósköp.
Að skattleggja og pína landsmenn svona er með ólíkindum og þekkist ekki nema í einræðisríkjum.
Burtu með þetta lið sem getur ekki stjórnað betur, nú er mér nóg boðið.
![]() |
Kastað 60 ár aftur í tímann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 17.12.2008 | 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jólaundirbúningur er hafin að fullu og fjölskyldur safnast saman og snæða skötu, tindabikkju og hvað þetta nú allt heitir.
Svo kæst er skatan að fólk hreinlega missir anda og tárfellir, en þetta hreinsar og fræsir út óæskilega vessa sem safnast hafa í toppstykkið og kannski á fleiri staði. Ég segi nú ekki annað en pass ef svo er.
En af hverju eru vísindamenn ekki búnir að koma auga á þetta lækningalyf.
Nú ættu læknar þessa lands að huga að þessu nýja lækningalyfi ef þetta reynist svona vel. Drepur jafnvel svæsnustu kvefpestir og jafnvel flensuskít.
Sem sagt undralyf ef satt reynist og mun ódýrara fyrir þjóðina hvað varðar lyfjakostnað, fara bara í næstu fiskbúð.
Held ég verði að rita bréf til ráðherra heilbrigðismála og benda honum á þetta.
Svo eru það þrifin á eftir, þetta ku alveg eyða reykingarlykt, fúkka og saggalykt. Maður sýður bara hangiketið og þá er allt orðið svo jólalegt að ekkert þarf að þrífa, nema þeir sem haldnir eru hreinlætisbrjálæði en þeir þvo gardínur og dúka, kannski einhverja fataleppa sem hafa verið nálægt svo að fólk sem þeir mæta á götum úti taki ekki stórann sveig.
Fyrir nokkrum árum smakkaði ég svona hrylling og minnir mig að ég hafi fengið martraðir nokkrar nætur á eftir, alla vega kenndi ég þessu um. Lyktin minnti á þegar ég rann/ datt ofan í hauhúsið í denn.
Bloggar | 15.12.2008 | 21:00 (breytt 16.12.2008 kl. 07:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Smá mistök geta verið söngvara dýr ef hann vinnur ekki rétt úr aðstæðum eða ef dagsformið er ekki alveg upp á það besta.
Söngvarar eru ekki vélar og þess vegna er svo sárt fyrir þá að gera hin minnstu mistök á örlagastundu.
Kröfur og samkeppni fylgjast að í þessum harða óperuheimi.
![]() |
Filianoti skipt út af á frumsýningardag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.12.2008 | 20:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mikið er ég ánægð með þessa nafngift á kirkjunni og komin tími til þar sem nöfn á götum í Grafarholti eru afar kristileg. Vonandi verður kirkjusóknin góð.
![]() |
Guðríðarkirkja vígð í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 7.12.2008 | 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar