Sumarið komið og sólin í bæinn!

Kosningadagurinn rann upp ljúfur og sólríkur því bauð ég systrunum á Mávatjörninni í húsbílaferð.

Ferðin byrjaði í Sólbrekkum en þar hefur aðstaða fyrir börnin verið endurnýjuð svo sómi er að. Þarna eru gúmmíhellur til að vernda börnin ef þau detta og ný leiktæki, svo hjóluðu systur þarna um og sippuðu þegar hlé var gert á leik í tækjunum.

Ævintýraferð inn í litla skóginn var skemmtileg og sá eldri systirin kanínur á hlaupum.

Nýju leiktækin í Sólbrekkuskó.

Því næst fórum við að Garðskagavita en þar var ákveðið að gista. Undum við hag okkar vel þar í góðu veðri. Systur hjóluðu heilmikið þarna og svo var farið í fjöruna og leitað að kröbbum, kuðungum og skeljum einnig var þarna ýmislegt er sjórinn hefur flutt að landi.

Þarna er gott að vera og nóg að skoða.

IMG_1185IMG_1233

 

 

 

 

 

 

 

IMG_1293IMG_1287

Sunnudagskvöldið leið svo við myndatökur af kvöldsólinni og Snæfellsjökli. 


Heimsfaraldur önnur spönsk veiki !!

Hryllilegt að hugsa til þess ef svínaflensan kemur hingað til lands, það verður örugglega ekki langt í það ef ekki verður gripið til ráðstafana.

 

Hvet almenning til að fresta öllum utanlandsferðum.

Spánska veikin gekk yfir landið 1918 - 19. Þá sýktust nokkur hundruð manns.

það voru þó nokkuð margir af mínum ættmennum sem sýktust og einhverjir létust. Þeir sem fengu veikina urðu alltaf mjög lungnaveikir og báru þess aldrei bætur.

Tækninni hefur að vísu fleygt fram en þeir sem eru slæmir í lungum fyrir eru í áhættuhóp og ekki veit ég hvort lyfin sem eru til í dag myndu hjálpa eitthvað til. 

Maður vonar bara það besta. 

 

 


mbl.is Of seint að hindra útbreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síðasti vetrardagur runnin upp!

Jæja þá er sumarið vonandi á næsta leiti þó er nú einhver lægð á leið hér yfir með tilheyrandi látum. Vona bara að þetta sé sú síðasta stóra og nú fari að hlýna hérna á landinu kalda. Nóg hefur almenningur þurft að þola í vetur, þar sem eignir landsmanna brenna upp í verðbólgubáli.

Krónan hefur bara fuðrað upp eins og bruninn í Kef. í gær.IMG_1179

Ég er meðmælt því að skipta um gjaldmiðil, við höfum ekkert að gera með ónýtan gjaldmiðil. Við erum bara rúm þrjúhundruð þúsund, það er svipað og eitt hverfi í London.

Hvað erum við að rembast við að vera og hegða okkur eins og milljónaþjóðir.

Kosningar frammundan og verður spennandi að fylgjast með sveiflum flokkanna, hver sigrar og s.v.fr.

Gleðilegt sumar.

 


Sjómenn á vaktinni.

Mikið er ég glöð yfir því að sjómenn okkar eru vel vakandi fyrir óeðlilegum siglingum hér við land. Nú er bara að virkja fiskimenn þessa lands til löggæslu. Police  Landhelgisgæslan verður bara að treysta á þá sem eru að veiðum hér og þar við landið og láta vita af skipum sem eru grunsamleg.

Þessa menn á að loka inni og henda lyklunum, því það sýnir sig að brota vilji þeirra er mikill. Bandit Þetta virðist ekki vera í fyrsta skipti sem þessir menn eru viðriðnir svona lagað og svo þykjast þeir vera saklausir. Þeir eru greinilega veruleika fyrtir.

Þeir vita ekki hvað þeir gjöra. Angry 


mbl.is Fiskiskip lét vita af skútunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband