Þar kom að því að við hér í norðrinu fengum aðeins að finna hvernig það er að hafa suðræna sól og hita hér á fróni. Púff ekki vildi ég hafa marga daga svona en gott í hófi.
Nú þeysir landinn sem aldrei fyrr út um víðan völl í leit að ævintýrum á samkuntum hér og þar, eða bara í rólegheitum heima.
Vona bara að allir komi heilir heim af þjóðvegum hraðans.
Muna bara að keyra á löglegum og allt það.
Hafa góða skapið með það liggur engum lífið á, annars
hemm.
Mér datt þetta svona í hug.
Góða og farsæla verslunarmannahelgi.
Bloggar | 31.7.2008 | 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)




Bloggar | 28.7.2008 | 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Já það er nú gott og blessað að skrásetja þær en svo er annar vinkill á þessu með salerni hér og þar um landið.
Ég ferðast mikið á húsbíl um landið og víða er pottur brotinn hvað varðar klósettin. (Ég er sem betur fer með mitt einkaklósett í bílnum).
Þau fá hreinlega ekki að vera í friði fyrir skemmdarvörgum sem skemmta sér við að eyðileggja. Dæmi um það er Reykjanesið. Á Krókamýri sem er rétt sunnan við Djúpavatn, hefur verið kamar til nokkra ára sem er nú horfinn af yfirborði jarðar og jafnaður við jörðu. Þarna rétt innar var í fyrra komið upp ágætri salernisaðstöðu hjá læknum en eftir nokkrar vikur var búið að brjóta allt og skemma.
Annað dæmi: þar sem Evrópu og Ameríku flekarnir mætast á Reykjanesinu voru í fyrrasumar tvö gámaklósett saman á bretti. Ég kom þarna á leið minni út að Reykjanesvita og allt í fína með þau þá en daginn eftir þegar ég keyrði til baka þá var búið að velta þessum klósettum um koll. Ég spyr: hvað er að hjá svona skríl sem ekki getur látið neitt í friði. Mikið vildi ég að sveitarfélögin á Reykjanesi hefðu fjármagn til þess að kosta gæslu á svona fjölförnum ferðamannastöðum svo að hægt væri að koma höndum yfir þessa skemmdarvarga. Ekki gott fyrir ferðamenn að komast hvergi á klósett í hringferð þarna um.
![]() |
Skrásetja klósettferðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 24.7.2008 | 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eru ekki allir orðnir sólbrúnir og hraustlegir eftir alla sólina sem hefur flætt um landið og miðin síðustu daga?
Ég fór í hinar ýmsu verslanir í gær og sá að það var eins og allir væru að koma frá útlöndum, brúnir og rauðir sumir mjög sólbrenndir. Já landinn ætlar að gleypa sólina þegar hún loksins vill sýna sig og lífið verður eitthvað svo miklu léttara. Ég er bara nokkuð sátt við hæfilega rigningu næstu daga.
Húsbílavist er lokið að sinni fór víða og sá sól, þoku, rigningu og sól, endaði með rigningu og roki í Kópavoginum og leitaði í var við stórt hús, enda kominn á pappakassa eins og svo margir aðrir ferðafíklar.
Leið mín lá um Skorradalinn, Þingvelli, Nauthólsvík, Eyrabakka, Stokkseyri, Kópavoginn og Reykjavík svo eitthvað sé nefnt. Nú er ég að þrífa og þvo svo að allt verði tilbúið þangað til næst.
Bloggar | 22.7.2008 | 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Já er bara komin heim í nokkra daga, eða það fer eftir efnahag hvort maður spreðar olíu í annan túr á húsbílnum, hvar ætlar þetta olíuverð að enda, maður tímir varla að keyra um landið nema að keyra á löglegum hraða? "sparakstur" sem þýðir slysahætta. Ef maður ekur á löglegum hraða er ég samt fyrir sumum ökumönnum sem eru með stórann segul á hægri fæti já svo þungann að undir hundrað er ekki til hjá þeim. Bílstjórar með djöfulinn á hælunum. Flutninga og vörubílstjórar að ógleymdum rútubílst. með ferðamenn eru sumir skelfilegir og hraðinn margir yfir hundrað og var ég stundum að hugsa um hvort ég ætti að hringja 112. Þegar maður er að keyra einn er ekki svo gott að skrifa hjá sér númer bíla sem aka svona hratt, en auðvitað á maður ekki að láta svona bílstjóra sleppa. Fékk á einum stað grjótkast framan á mig eftir vörubíl úr gagnstæðri átt svo að ég hélt að framrúðan ætlaði bara úr bílnum, eftir situr rúmlega sentimeters breidð hola í rúðunni og er þetta engin smárúða í mínum húsbíl. Þegar svo frystir gæti komið sprunga eftir henni endilangri.
Sumir ökumenn eru ekki hæfir til að keyra eru alltof stressaðir í umferðinni og liggur lífið á. Eru sko ekkert að spara orkugjafann.
Þessi síðasta ferð mín var ágæt á suður og vesturlandi, en þegar ég dvaldi á norðvestan verðu landinu var hann ansi kaldur svo ég flýði suður yfir heiðar og er nú komin heim.
Er samt alveg endurnærð eftir alla náttúruskoðunina. Að vera einn á ferð og upplifa kyrrðina, fuglasöng og kvak, hvissið í sjónum, hrynjandann í fossum er mjög orkugefandi allavega fyrir þá sem kunna að njóta þess augnabliks.
Nú um helgina verður Landsmót Harmonikkunnar og unnenda hennar hér í Reykjanesbæ og ekki ætla ég að missa af þeirri dásemd að hlusta og njóta.
Set nokkrar myndir inn frá síðustu ferð.
Bloggar | 1.7.2008 | 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar