Dagur tilfinninga að kveldi kominn!

það var tilfinningaþrungin stund seinnipartinn í dag þegar ég kvaddi gamla húsbílinn minn.  Já ég komst bara við og hvað haldið þið, frumburðurinn sat bara inn í bíl og hló að mömmu sinni þar sem hún nánast faðmaði bílinn og kyssti að skilnaði. HeartÞetta er nú bara bíll, já en þessi bíll er búin að þjóna mér dyggilega um þjóðvegi landsins og hálendi undanfarin fimm ár, OMG. á eftir að sakna hans þegar ég fer að keyra á þeim nýja um ómalbikaða vegi í sumar. (pappakassi) Það fór sem sagt lungað úr deginum í að strjúka þeim gamla.  Á bílasölunni var ég frædd um að bíllinn færi norður í land í lítið sjávarpláss og ekki leið mér nú vel með það og hugsaði "allamalla" á hann nú að verða að ryðhrúgu á nokkrum mánuðum þegar sjórinn gengur yfir plássið.  Ætla að athuga hjá nýja eigandanum hvort hann eigi ekki örugglega hús fyrir hann.  Verð að gera mér ferð norður í sumar á þeim nýja og kanna málin, gerast Mæja spæja. 

Fór í hina mánaðarlegu fegrunaraðgerð og á að koma aftur 10. júní. Verð féleg í afmælinu hjá systur minni um kvöldið.  Fékk svo krem sem ég á að nota daglega (í andlitið) og ég trúi því að þegar þessi meðferð er búin ( er þegar búin að standa yfir í tvö og hálft ár) verð ég eins og ungabarn í framan, engin hrukka nema sú er ég sit á Grin  Verð spurð um skírteini í ÁTVR og fleiri stöðum. Whistling  

Um kl. þrjú kom neyðarkall frá gamalli vinkonu og varð ég að bjarga henni, saumaklúbburinn er að fara í helgarferð og ég verð að spila á gítarinn, það vantar í hann strengi og stilla og kenna mér gripin við lagið, ooho ég er kominn heim eitthvað, á að vera þemað, getur þú reddað mér frá skömminni?  Hjálparsveitin mætti eftir tíu og var verðlaunuð með fínum veitingum. Jamm fór heim bara nokkuð sátt með daginn. GetLost


Blogg á laugardegi !

 Búin að sótthreinsa lyklaborðið á tölvunni svo að ég smitist ekki af einhverjum ófögnuði við að blogga.  Sick

Laugardagur og smá skúrir hér fyrir sunnan, var að vona að hann skvetti nú rækilega úr sér svona til að hreinsa andrúmsloftið og gluggana því ég sé varla út um þá fyrir ryki.  Þegar maður býr á nýbyggingarsvæði þá er mikið moldrok í norðaustan roki. 

Þvoði báða bílana í blíðunni í gær og bónaði, en á eftir að þvo þann gamla sem enn er á verkstæðinu og vona ég að hann verði búinn á mánudag því ég er búin að selja hann og verður honum skilað til nýrra eigenda á miðvikudag.  Ég hef smá verk í hjartatuðrunni út af komandi aðskilnaði við hann enda búin að eiga góð fimm ár með honum en svona er lífið og Bensinn þarf að fá góða fingur til að annast sig í ellinni blessaður höfðinginn. 

Nú fer að líða að hvítasunnu og þá fer ég á "nýja" ferðabílnum út að aka og er ég búin að bjóða systrunum á Mávatjörninni með mér í hvítasunnu ferðalagið að þessu sinni. Bauð þeim með mér í smá ökutúr 1.maí og vildi sú yngri helst gista strax.  Þetta er ævintýri fyrir þær að húsbílast með ömmu.

Það á einn fjölskyldumeðlimur afmæli á fimmtudaginn og verður hún þrjátíu og síðast, við fjölskyldan ætlum að samfagna með henni og grilla en það verður meira fjör í næsta afmæli hef ég trú á þar sem hún er mikið fyrir að hafa gleði og gaman. Skrítið að eiga þetta "gamla" dóttir sem er að verða humm já ekki meira um það Woundering  Lífið heldur áfram og við með.Smile   


1. maí.

Til hamingju með daginn, já eða má ekki segja til hamingju, er þetta einhver hamingjudagur og hvernig er það með hinn almenna launþega, er hann hamingjusamur með launin og afkomuna á íslandi í dag?  Það má segja að fólkið í landinu skiptist í hina fátæku, alþýðu og  millistétt og svo hinir ríku.  Þetta er ekki ný bóla, nei hefur verið í  tugi ára og verður það áfram um ókomna tíð. Alltaf skiptast á skin og skúrir hvað fjármálin varðar hjá flestum. Blush  Ég er mjög hamingjusöm með að deila hjúkrunarfræðinga og Geislafræðinga er til lykta leidd í bili. Happy  Hefði svo sannarlega orðið slæmt ástand. Hvernig var það átti ekki að vera komið sumar, fauk það út á haf eins og verðbólgan sem ríkur upp þessa daganna.  Það verður ekki annað sagt en að á íslandi er kalt í dag.  Í gær vaknaði ég upp snemma morguns og var ískalt inni hjá mér, hélt augnablik að ég væri að vakna upp í óupphituðum húsbíl, nei ég var heima í nýju íbúðinni og hitinn bilaður?  Þegar píparinn loksins kom sá hann að það var búið að fikta í hitastillingunni að hann þurfti að stilla allt upp á nýtt og kenndi mér svo á græjurnar, hann sagði  að einhver hefði bara skrúfað fyrir mína íbúð, hemm ætli ég eigi einhverja óvini hérna í húsinu? Vonandi ekki. Allavega það var heitt hjá mér í morgun og nú vakta ég sko mínar stillingar í hitaherberginu. Annars er sól hér fyrir sunnan núna og vindur.  Ætla að freista þess að ganga eitthvað um úti í dag og vona að nú fari Kári að fara héðan.


Gleðilegt sumar eða skelfilegt sumar?

Kæru börn, ömmubörn og lömmubarn, systur, vinir, frændgarður og félagar nær og fjær.  Gleðilegt sumar öll sömul, ætla ekkert að þakka veturinn, suma sá ég aldrei svo að það er ekkert að þakka fyrir, grínLoL  Ég var svo glöð með lífið og tilveruna í morgun en þegar ég opnaði einkabankann og sá hvað verðbólgan leikur mig grátt (ég var rænd) dró svart ský fyrir sólu. Brosi bara í gegnum tárin og borga mitt. Ef ég á ekki fyrir afborgunum þá verð ég bara að tala við Úrsúlu vinkonu mína hugsaði ég. Hækkunin nemur um tuttugu þúsundum bara þennan mánuð og ég sé að húsnæðislánið hækkar um ca. 100 þúsund á mánuði þannig að ef verður áfram verðbólga og vísitölutrygging verð ég bara tekin upp í skuld hjá sjóðnum eftir einhvern tíma.  Hvað með fólk sem er með 80-100%lán.  Við sitjum uppi með handónýta útlaga-ferðasjúka-ríkisstjórn.    Er ísland á leið til helvítis, er það þess vegna sem stjórnendur eru alltaf í útlöndum að búa í haginn fyrir sig þegar þeir svo flýja þetta skatt og vísitölu pínda land. Hvað ætla þeir að gera? Þjóðin er búin að vera á fylleríi í nokkur ár og enginn gerir neitt til þess að spyrna við á nokkurn hátt. Grunnskólakennarar komnir með einhvern kjarasamning, það verður fróðlegt að lesa hann. Jæja nóg af þessu, maður hefur nú frjálsa  hugsun en hversu lengi það verður  áður en hún verður skattlögð. Arrrgggg DevilAngry  Hvað ætli verði langt þangað til fólk flytur í Laugardalinn, þar eru komnir nokkrir fastir íbúar sá ég í gær og frétti að þeir væru komnir með lögheimili þar frá því í vetur. Já heimur versnandi fer. Sick


Að loknum góðum ferðatúr!

Komin til vinnu eftir góðan ferðatúr á mínum ferða bíl.  Veðrið hefur leikið við mig í ferðinni sól og rok, eða sól og logn eins og var í Heiðmörk í gær, fjölskyldur að grilla, útivistarfólkið í göngu og enn aðrir á hlaupum, vorið er svo sannarlega komið í hugum fólks og fer nú vonandi að hlýna úr þessu. Á miðvikudag eftir vinnu var farið í Borgarfjörð og dvalist með góðum félögum í bæði Fossatúni og Húsafelli.  Síðan var ferðinni heitið austur fyrir fjall til Þingvalla og endað í Þjórsárver með sól og roki en frábæru skyggni, fjalla og jöklasýn mjög góð og fór ég offari í myndatökum. Set inn myndir í kvöld.


Fyrsta ferðin!

Þá er frábær helgi að baki og vinnan tekur völdin.  Húsbíllinn var viðraður í góðu veðri á Þingvöllum, Landsveit og Hamragörðum.  Er með "súrefniseitrun" eftir alla útiveruna,  þetta tekur sinn tíma að venja sig aftur á að vera mikið úti við eftir kaldann og snjóþungann vetur, þar sem maður fór út úr húsi og upp í bíl.  Ég er smá útitekin eftir helgina.  Farin að hugsa hvert ég fer næstu helgi og læt mig dreyma um gott veður sól og hlýju, það má einnig koma væta sem hreinsar loftið og þá verður enn betra að anda í sveitinni.  Á Þingvöllum er alltaf gott að vera og hlustaði ég lengi vel á fuglana í tilhugalífinu gefa frá sér hin furðulegustu hljóð.  Þingvallavatn ísilagt en farið að bráðna sumstaðar, bara yndislegt.  Að Laugalandi í Holtum var skemmtilegt að vera en þar voru haldnir tónleikar til styrktar honum Jóni á Kirkjulæk, (betur þekktur sem Jón á brókinni) og hans fjölskyldu, en Jón glímir við slæm veikindi. Þarna komu fram sveitungar hans og vinir.  Skemmtu okkur með söng og gamanmálum, frábært kvöld og vona ég svo sannarlega að Jón nái sér svo hægt sé að heimsækja hann á brókina í sumar.  Hamragarðar og Seljalandsfoss er bara dásemdin ein, þar eru fuglar í berginu í sínu tilhugalífi og gaman að vera með góðan kíki og fylgjast með þeim.  Fossin við tjaldstæðið skemmir svo ekki stemminguna, hlusta á niðinn í honum er bara til að auka á ánægjuna.  Að vera svo með góðum félögum í hópi er bónus.  Hlakka til næstu ferðar.   Grin  Bæti við myndum á síðuna frá helginni. 


Mín skoðun, mér finnst, ég verð!

Þá er kominn fimmtudagur bjartur og fagur en smá rok hérna í sveitinni, útsýnið úr gluggunum hjá mér er nú samt alltaf æðislegt þrátt fyrir smávegis  moldrok eða svifmengun.  Ég sé að það er stórt rautt skip í Helguvíkinni.  Það verður örugglega mikil skipaumferð þarna þegar álverið verður komið í gagnið. Tek fram að ég er ekki hrifin af svoleiðis skrímslum.  Devil  Það er alltaf verið að tala um að þetta sé svo nauðsynleg uppbygging fyrir atvinnulífið hér eftir að kaninn fór.  Ég ætla ekki að tjá mig meira um þessi álmál  því ég verð svo sjóðandi  tryllt innra með mér að einhverjir menn og konur geti bara ráðið öllu þessu eftir eigin geðþótta.  Stórir menn í sandkassaleik og finnst mér þeir allir upp til hópa óþroskaðir vanvitar og hagsmuna potarar,  arrrg. Angry  Ekki orð um það meir.  Jæja en nú eru það léttu nóturnar. Happy   Er að hugsa um að bregða undir mig húsbílahjólunum og þeysa eitthvað  upp í sveit, finn að nú verð ég að komast út í náttúruna sem fyrst, hvert það verður veit nú enginn, en ég verð komin til höfuðborgarinnar á laugardaginn til að fara með hluta af minni fjölskyldu í leikhúsið.  Svo er mamma, systa  og hennar fjölskylda væntanleg í heimsókn á sunnudag.  Eins gott að ég rasi út í sveitinni fyrir helgina  Heart Grin  Já góða skapið er alveg að uppfærast bara við til hugsunina.  Við systur hittumst hjá móður okkar í gær og var það yndisleg stund mamma með stálpuðu ungana sína og ekki brást hún með veitingarnar eins og vanalega fermingarveislu veitingar, nammi, nammi, namm.  Yndislega góð móðir og yndislegar systur, ekkert til betra en frábær fjölskylda hvort sem það eru börn og fylgifiskar, móðir, systur og fylginautar, góðir vinir oooh nú fer ég að verða væmin.  Hvað um það alla vega skal nú haldið af stað á nýju græjunni viku fyrr en fyrir hugað var vegna góðrar tíðar.  Ekki hægt að hafa svona glæsilegan bíl bara upp á punt hér við húsið.  Hver kaupir svo gömlu græjuna verður að koma í ljós þegar búið er að skoða og búið að fá ´09 miða.  Góðar stundir kæru vinir og vandamenn.   InLoveHeart Knúúúss, ooo hvað ég elska þetta húsb. líf.    Farin! Whistling 


Dagurinn í borginni.

Þegar ég vaknaði í morgun um klukkan sex var komin alhvít jörð og ég sem hélt að nú væri vorið að koma. Það var eins gott að ég fór heim á nýju græjunni í gærkveldi eftir heljar partý sem ég slæddist í eftir dásamlegan dag í henni Reykjavík.  Frábært mynda og útivistar veður.  Ýmislegt var nú gert í þessu fallega veðri eins og að skoða sýningu á húsbílum hjá Ellingsen, vafra um í Europrís, Bónus og Krónunni.  Ég var að velta því fyrir mér hvort svona stórar lágvöruverslanir á sama stað gætu borið sig.  Kannski ef allir sem búa í vesturbænum og á nesinu versla eingöngu þar. Hvað um það bara gott mál að hafa samkeppni um verð á matvöru, ekki veitir af á þessum verstu tímum verðbólgu og vaxtapíndu þjóðar.  Ég rússaði um borgina á mínum flotta húsbíl og prófaði flest í honum eins og að setja vatn á hann, setja kerfið í gang og hita vatnið, virkja klósettið, kveikja á miðstöð, allt virkaði þetta vel og hlakka ég til þegar sumarið kemur, en jómfrúarferðin er fyrirhuguð á sumardaginn fyrsta.  Þá vonandi þeysum við saman um þjóðveginn á einhvern friðsælan stað og njótum þess að vera komin í snertingu við náttúruna. Ég kíkti svo á góða vini í kaffi og spjall á nesinu og í grófinni, en þar var smá afmælisgjörningur í gangi og mikið stuð, hélt heim á leið á tólfta tímanum en þá var byrjað að snjóa.  Yndislegum degi lokið í borginni og ég alsæl á minni græju.  Var að spá hvort ég ætti ekki að taka fram gönguskíðin hér í sveitinni og ganga aðeins mér til heilsubótar og styrkingar.  Woundering   Þarf að hugsa um það og athuga hvort ég sé ekki slysatryggð ef ég dett, hef ekki stigið á skíði í nokkur ár, ætti kannski bara að hafa það huglæga skíðagöngu. Sjáum til með það.


Á huglægum nótum!

Þá er búið að fara í þessa einu fermingarveislu þetta vorið.  Fermingardrengur dagsins hann Gísli er mikill fótboltamaður og á vonandi þokkalega framtíð fyrir sér í boltanum, einnig slær hann trommur til óbóta til að fá útrás á mótherjum sem tapað er fyrir. Pinch  Nú þarna hittast fjölskyldur og vinir og mikið spjallað, hlegið og myndir teknar. Hér áður fyrr var þetta eitthvað öðruvísi, þá tíðkaðist að veita áfengi í þessum veislum og tóbak.  Sem betur fer er það liðin tíð. Nú er bara að leggjast á meltuna eftir allt átið og láta líða úr sér þreytuna eftir erfiði dagsins.  Gasp  Tek það fram að ég er búin að hreyfa mig í dag ó já, fór í gönguferð í morgun í þessu yndislega veðri. Nú geng ég bara huglægt í kvöld enda er sjónvarpsþátturinn Mannaveiðar á RÚV. Bandit   og maður missir ekki af  honum enda spennandi, hver ætli morðinginn sé? Viðhald ekkjunnar, kannski of augljóst.  Góður dagur að kveldi kominn og vinnan kallar í fyrramálið, er farin að velta því fyrir mér hvort ég komist í tæka tíð vegna trukka sem eru að mótmæla á brautinni.   Whistling   Mér datt þetta svona í hug, en ég styð þessar aðgerðir og stend með þeim á huglægum nótum.  Kannski ég hafi kaffi á brúsa og bakkelsi til öryggis.


Laugardagskvöld.

Vikan að verða búin og veðrið fer batnandi þó lofthiti mætti vera hærri.  Sólin skín og skellihlær við okkur hér í norðrinu og ekki veitir af að hafa eitthvað sem léttir okkur lundina á þessum erfiðu tímum vaxtahækkana, gengistruflana, aukinnar verðbólgu og að ógleymdum aðgerðum trukka. Húsbílar  farnir að streyma um vegi landsins  og ekki líður á löngu áður en landinn leggst í ferðalög innan sem utanlands.  Já við íslendingar hættum ekkert að ferðast þó allt sé á heljarþröm eins og kom fram í þætti Spaugstofumanna, já þeir voru bara nokkuð góðir í kvöld er þeir fóru yfir mál liðinnar viku þó fannst mér alveg vanta smá skens um  þotufólkið í Þingvallastjórninni.   GrinLoL   Sunnudagur heilsar landsmönnum vonandi með sól og blíðu svo fermingarbörn dagsins fái fallegan dag. Það er bara ein ferming í minni fjölskyldu í ár svo að ég get vel við unað.   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband