Sjómannahelgin.

Komin heim eftir vel lukkaða helgi. Var í Bláa Lóninu þegar jarðskjálftinn kom og fann ekkert fyrir honum sem betur fer. Það var ekki fyrr en um sex leytið að ég heyrði af skjálftanum.

 Grindavík tekin með trompi frá fimmtudegi til föstudags var ein á risastóru tjaldstæði sem er ekki búið að full gera og ein í sundlauginni þeirra. Aðfaranótt laugardagsins var afar ónæðisöm svo að ég yfirgaf sjóarann síkáta og hélt á vit ævintýranna með síkátum félögum á mun rólegri stað.

Á Garðskaga er gott að vera og aðstaðan til fyrirmyndar, heitt vatn, upphituð klósett og tíu rafmagnstenglar. Þarna voru einnig nokkrir útlendingar á ferð og meðal annars  hjón frá Belgíu þau Derrik og Jóka. Kvöldið fór í það að spjalla við þau og skoða ferðaáætlun þeirra og ráða þeim heilt, en þau ætla að dvelja hér í einn mánuð og eru mjög vel útbúin. Ætla að vera í email sambandi við þau síðar í sumar.

Byggðasafnið var skoðað, gengið í fjöru og kíkt á fuglalífið. Í gær laugardag komu brúðhjón að Garðskaga og var verið að mynda þau, ég stóðst ekki freystinguna og myndaði líka. Kvöldkyrrðin var yndisleg í logninu, fuglasöngur og smá öldugjálfur horfandi upp í skýin liggjandi á fjörusteinunum er bara dásemd. Ég segi alltaf að vera úti í náttúrunni er að vera með náttúrunni og sameinast henni um stund gefur manni ómælda orku.

Sjómannadagur með hvassri suðaustan átt svo að "parrukkið" ætlaði bara af höfðinu á mér þegar ég fór rúnt út á Hvalsnes og ekki nóg með það, Kríurnar ætluðu bara að drepa mig þar sem ég stóð úti með myndavélina. Það er alltaf gaman að skoða fuglalífið þarna, næst kem ég með reiðhjólahjálminn á höfðinu þá geta þær bara ráðist á hann. Nú er dagur að kveldi kominn og ég ætla að setja nokkrar myndir inn á síðuna og taka kvöldið rólega endurnærð eftir allt náttúrubröltið.


Fimmtudagurinn 29. maí.

Já maí er að verða búinn, rosalega fljótur að líða vaáá. 

 Hann Kristján Lord vinur minn á afmæli í dag, kappinn orðin sextugur ja hérna og svo varð Stefán félagi minn sextugur um daginn. Ég óska þessum ungu og vösku drengjum til hamingju.

Frúin á Lordinum dreif sinn bara í óvissuferð út í náttúruna í Borgarfirði vonadi verður þetta góð helgi hjá þeim og þeirra niðjum.

Ég var að hugsa um að skreppa til Grindavíkur og reyna að finna sjóarann síkáta. Kannski verð ég fundvís hehehe. 

En fyrst er það Blá Lónið og sólin.


Rabbarbari og Rúna!

Var að koma heim en dvaldist óvart í Kópavoginum síðastliðna nótt. Hemm, nennti ekki heim í gærkveldi, svona er þetta þegar maður fer á húsbílnum í vinnuna og talandi um vinnuna ég er komin í sumarfrí Happy  og er nú í augnablikinu að sinna bústörfum jamm sulta er það kallað en mér áskotnaðist rauður og flottur rabbabari í gær og nú skal sjóða góða sultu, gallinn er bara sá að ég á engin ílát til  að setja sultutauið í því ég henti öllum krukkum í flutningunum. Svo að ef einhver á krukkur endilega látið mig vita, þið getið fengi sultu í krukku í leiðinni meðan byrgðir endast.

Ég ætla að vera rosalega húsleg næstu vikurnar og þrífa heimilið, taka eitthvað upp úr meiri kössum og raða í "geymsluna" og skápa. Woundering  Svo þegar allt er orðið hreint og klárt þá skelli ég mér eitthvað út í náttúruna á mínum húsbíl og velti mér einhvers staðar upp úr dögginni eða tek sundsprett í góðri vík.

Mér áskotnaðist annar húsbíll í gær aðeins minni en hinn og fylgdi honum Vespa, tvö hjól, stólar, borð og markísa, þessi er algjört tryllitæki og svo er hægt að opna þakið alveg upp á gátt, já hreinlega renna því af bílnum sem sagt rosa græja.


Matur, sól og gleði!

Komin heim í hossiló eftir flökkuhelgi. Á föstudag fór ég út að borða með vinnufélögum á veitingastaðinn Orange við Geirsgötu, það var frábær matur bragðlaukarnir höfðu ekki undan svo framandi voru réttirnir. Sjö rétta æðislegur matseðill  (Craze menu) mæli með honum.

Á laugardag var haldið af stað í Húsafell að hitta góða félaga og horfa á Júróvisjón, grilla, fara í heitapottinn, spjalla og syngja. Frábært kvöld nema úrslitin, held að tími sé komin á breytingar í þessari keppni, austurblokkin hefur yfirburði í atkvæðagreiðslu og gefa löndin hvort öðru á meðan vesturblokkin sem er dreifðari geldur fyrir það. Ætla ekki að velta mér upp úr þessu, en það er alltaf gaman að horfa á keppnina verð nú að viðurkenna það.

Sunnudagur var aldeilis frábær og fór hitinn á mælinum í forsælu í 18. stig. Gerist varla betra, sumir urðu ansi rauðir þó að sólarvörn númer 25 væri óspart notuð. Vonandi fáum við gott sumar með hæfilegri rigningu, hlýju og sól.


Frábær árangur og glæsilega gert hjá okkar fólki!

Já ég er svo glöð  Happy yfir að okkar land fór áfram að ég stakk mér í heitapottinn á Mávatjörninni og fílaði það alveg í botn, horfði upp í heiðan himininn og teigaði að mér hreint og tært íslenskt og kalt loft. Þjóðarstoltið í brjósti Heart mér hneig og reis á víxl.  Ég hugsaði nú verður sko spennandi á laugardag, flestir íslendingar sem áhuga hafa á Júróvision verða að fylgjast með og einnig ég, þá verður mín að vera í góðu sambandi við rafmagn og sjónvarps skilirði því ekki má missa af herlegheitunum, oho hvað ég hlakka til. ÁFRAM ÍSLAND. Happy Whistling

 


Suðaustan rok, pizza, söngur og gleði!!

Góðan daginn segi ég þrátt fyrir suðaustan 13-15 metra hér á suðurnesjum, held að hér í henni innri-Nj. sé meiri vindur, það hvín hér vindurinn fyrir utan gluggana, best að vera bara inni við fram eftir degi. 

Fór með minn góða húsbíl í skoðun og auðvitað fékk ég '09 á tryllitækið. Þarf samt að fara með hann á bílaspítalann 3ja júní, það er vinstri hjólalegan, eitthvað laus eða þannig og ég var búin að heyra þetta aukahljóð sem stundum kemur með mínu næma tóneyra.

Nú svo er það nottlega spenningurinn í kvöld, komumst við upp úr riðlinum eða ætlar austurblokkin að kyrrsetja okkur einu sinni enn.Frown Alla vega er ég mjög spennt og ég verð ekki ein heima, nei, nei  er sko boðin í pizzupartý í kvöld á Mávatjörnina og kannski í heitapottinn eftir keppnina ef vel gengur, annars bara köld sturta og ég farin á húsbílnum eitthvað út í náttúruna að syrgja.

Sem sagt kvöld tilfinninganna.HeartWhistling 

Föstudagur verður örugglega skemmtilegur, jamm vorhátíð hjá leikskólanum og þar eru nemendur skólans að skemmta gestum sem gleðja okkur með komu sinni á þessa uppskeruhátíð þar sem verk nemenda eru í  forgrunni og verður bara gleði og gaman. Vona að veðurguðinn haldi  í sér á meðan.  "Staffið" ætlar svo að gera sér dagamun og halda sumargleði sína um kvöldið.  Happy Heart

Söngvakeppnin á laugardag og verður maður þá auðvitað í rétta gírnum. Sem sagt bara gleði og gaman með sól í sinni alla helgina, engin ýldu fíla hér á bæ. HappyHappy 

Þið afsakið, en ég er orðin svo fljót að slá inn bloggið og sá nokkrar villur hér áðan þegar ég kíkti inn. Búin að leiðrétta.Cool

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Væntingar, vonbryggði eða...!

Var að horfa á veðrið í sjónvarpinu og segi nú bara eins og hún Sveina gamla á Svalbarða!! "HVAÐ Á ÞETTA AÐ ÞÝÐA" Shocking Ég var búin að ákveða að veðrið ætti að verða gott um helgina, að ég fengi  gott Evrópartý, svo kemur  veður konan í sjónvarpið og vogar sér að segja að sólin verði fyrir norðan eða austan, (hún var ekki búin að ákveða það).  HVAÐ Á ÞETTA EIGINLEGA AÐ ÞÝÐA?  Erum við sunnlendingar bara annars-flokks fólk eða hvað.  

Verður maður að bruna norður, er orkugjafinn ekki nógu dýr, sjitt! og að maður þurfi að keyra svo langt til að njóta sólar, nei takk.

þetta með partýið hvar á það þá að vera Frown þegar engin er sólin og ég verð að kúldrast inni við að horfa, í staðin fyrir að sóla mig í heitapottinum fyrir utan nýju græjuna með flott glas í hönd innan um eðal fólk. Ég spyr bara HVAÐ Á ÞETTA  AÐ ÞÝÐA?W00t

 


Nýr dagur, sveitaferð í sólinni!

Mánudagur og flestir landsmenn að hefja enn eina vinnuvikuna.  Glöð í dag með sólina sem skín úti en það dálítið kul enn í loftinu.  Litla systir mín átti afmæli í gær, til hamingju Anna mín.  Fór í afmæli til Anítu í gær hún verður fjögra á miðvikudag. Myndir frá afmæli hér á síðunni.

Nú er ætlunin að kíkja í sveitina á eftir en við á leikskólanum ætlum að kynnast dýrunum á Hraðastöðum í Mosó. Það verður örugglega fjör innan um dýrin með börnin.

Ætla síðan að fara í sund og skola af mér lambalyktina.Whistling

Eurovision vikan að byrja og nú er það spenningurinn komumst við í keppnina, vona það og ég verð örugglega að horfa stolt á mitt lið á fimmtudagskvöld,  en á ekki eftir að bjóða mér í evró partý?? hvar eru vinirnir?  Jæja ég gerist bara boðflenna inn á  heimili einhvers.Grin  Vorhátíð á leikskólanum á föstudag og sumargleði staffsins um kvöldið og svo annar í Eurovision á laugardag þessi vika verður sko fljót að líða. 

Gleðilega vinnuviku kæru landsmenn og munið bara að keyra skynsamlega til að spara orkugjafann dýra.

Sólin skín og skellihlær.


Útrás á sunnudagsmorgni!

Mikið er gott að eiga heima á íslandi hugsa ég alltaf þegar hörmungar dynja á annarstaðar í heiminum.  þetta eru hræðilegar fréttir sem maður heyrir frá ljósvakamiðlum þessa lands nú um þessar mundir. 

Burma er eitt þeirra sem hafa lent í gríðarlegum harmleik af náttúrunnar völdum og eiga alla þá hjálp skilið sem hægt er að fá en ég var að furða mig á því af hverju stjórnendur þar vildu ekki hjálp, kannski að þeir hafi eitthvað að fela og eru hræddir að aðrir hrifsi völdin af þeim, held að þarna ríki mikið öryggisleysi hjá stjórnvöldum. Heyrði í fréttum í morgun að lítið brot af hjálpargögnum hafi borist fólkinu í sinni neyð og er víst haldið að hjálparnauðsynjar eru jafnvel seldar á mörkuðum. 

Þá spyr ég, af hverju er verið að senda hjálpargögn til svona landa þar sem hjálparstarfsmenn S.Þ. og R.K. fá ekki að fylgja þessu eftir.  Að mínu mati algjörlega tilgangslaust.

Það á að láta þetta land eiga sig á meðan stjórnvöld vilja ekkert af öðrum vita og þiggja ekki hjálp.  Af hverju er allt látið afskiptalaust í þessum heimshluta hvar eru sameinuðu Þjóðirnar, eru þær algjörlega máttlaus samkunta þar sem bara er talað um málin og ekkert gert.  Þetta er hræðileg veröld sem svo margar þjóðir búa við og ófriður og sundrung ríkir.

Hvernig er með ríkisstjórn okkar íslendinga, erum við að fara inn í einhvers konar kulnun, er ríkistjórn og ráðamenn þjóðarinnar að frysta okkur?.  Er þetta bara ekki blabla stjórn, kjaftar og kjaftar en ekkert verður úr loforðum. Nú vill maður fá nýja grasrót, Sturla og félagar eru með eitthvað í bígerð og vona ég að það verði ekki bara kjaftaklúbbur úr því, heldur nýtt afl sem vonandi kemst inn á þing og lætur verkin tala. 

 Þingmenn þessa lands virðast missa máttinn um leið og þeir komast á Alþingi, þeir verða eitthvað svo værukærir og raunveruleikafirtir.

V.G. rífast og tuða eru á móti öllu, hvað hafa þeir sagt um olíugjald og hækkanir, hafa þeir stutt við bakið á vörubílstjórum, hvar er Steingrímur, Ögmundur og Álfheiður, halló þingmenn farið nú að vinna fyrir fólkið í landinu og hættið að rífast um mál sem ekki eru eins mikilvæg og fólkið í landinu sem kaus ykkur til að láta verkin tala en ekki jagast upp í pontu daginn út og inn.  Setjið peningana okkar í góð mál fyrir okkur en ekki spreða þeim á okkar kostnað út um allan heim. 

Heimilin að flosna upp vegna skatt,vaxta og vísitölupínu. Vaknið af þyrnirósasvefninum og farið að vinna gera eitthvað til bjargar almenningi, öryrkjum, ellilífeyrisþegum, fjölskyldufólki einstæðum og svo mætti lengi telja. AMEN á sunnudegi.

Er farin að bjarga dóttlunni með kakóið, hún er að baka súkkulaðiköku, jamm haldið upp á afmæli yngri heimasætunnar í dag. Vona að ættingjarnir eigi fyrir bensíni á bílinn til að koma.


Upp í sveit, upp í sveit!

Hvítasunnan liðin og dagleg rútína tekin við. Ég brá mér í smá ferðalag með systurnar á Mávatjörninni að þessu sinni. Mamman í próflestri, pabbinn að smíða sólpallinn. Bara gott mál. 

Systurnar voru ekkert smá spenntar að fara með ömmu í nýja húsbílinn.  Haldið var í Borgarfjörðinn komið við í Bónus Borgarnesi og verslað smá, haldið svo að Fossatúni í rigningu og roki en þar var búið að panta stæði hjá staðarhaldara, fengum úthlutað á svæði c. Já það var eins gott að panta því að þarna fylltist svo það svæði sem hægt er að nota á þessum tíma. Hjólhýsin áttu vinninginn þar, svo fellihýsin en húsbílar voru í minnihluta aðeins fjórir. Þarna er mjög góð aðstaða og verð ég örugglega aftur þarna í sumar og grilla mér steik á félagsgrillinu með hinum ferðalöngunum.  Já grillið er bráðsniðugt og geta margir grillað í einu, þess vegna kalla ég þetta félagslegt grill.  Við grillið er svo borð og sæti svo að maður fær kannski einhvern til að borða með sér.Grin  Sturtur, heitir pottar, þvottavél og þurrkari, frábær leiktæki fyrir nánast alla aldurshópa og fl. Hægt að sjá aðstöðu og fl. á slóðinni fossatun.is

Veðrið var bara kokteill eins og svo oft áður en þegar maður er á húsbíl skiptir ekki öllu máli hvernig viðrar, bara að komast út í náttúruna.

Á Hvítasunnudag færðum við okkur svo að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd en þar voru húsbílamenn í sinni fyrstu ferð.  Komum þangað seinnipartinn og fórum beint í sund og höfðum svo kósý kvöld með snakki og tilheyrandi. Systur fóru alsælar í rúmið á loftinu eins og sú yngri kallar kojuna góðu.

Það voru glaðar systur sem hittu mömmu og pabba á bílastæði Smáralindar í gær en þá var haldið til Hebu frænku í fjögurra ára afmæli. 

Amman keyrði því ein heim með meiddi á þumalfingri. Ó já, það vantaði ekki að ég væri ekki búin að tyggja oft við systurnar að passa sig á falsinu, en varð svo fyrir því að vera sjálf með þumalinn í falsinu þegar hurðin fauk aftur, Blush  nöglin kolblá og ekki verður spilað á gítarinn þessa vikuna. En ég get samt keyrt bílinn og nú er bara að hugsa um hvert skal halda næstu helgi. Woundering  Set inn myndir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband