Systur í fjöruferð!

Það er blessuð blíðan og þess vegna fór ég með þær systur í fjöruferð strax í gærmorgun. Fórum út á Garðskaga sem klikkar ekki á góðum degi.  Ekki var mikið af kuðungum og skeljum en talsvert var þar af krabbaskeljum og klóm. Það þótti þeim systrum mjög spennandi og tíndu helling í poka sem föndra á svo úr þegar rigningin kemur. Einnig fórum við í sjóinn sem var ekkert mjög kaldur. Bara gaman hjá okkur.  Happy Set inn nokkrar myndir frá ferðinni.

Nú í dag er ferðinni heitið til Grindjánalands því að þar er fjara með mikið af kuðungum og skeljum og við förum auðvitað á eðalgræjunni. HeartSmile


Komin heim eftir viðveru á ýmsum stöðum!

Það er kominn tími á eins og eitt blogg sem þýðir að ég er komin heim. Grin Er ekki búin að fá mér punginn, en þá getur maður víst bloggað þar sem maður stoppar hverju sinni. Cool

Var að vinna í tvær vikur á leikskólanum sem ég er nú að hætta á eftir tíu ára starf Heartog bjó bara í mínum eðalvagni á meðan. Happy  Ég er mjög mikið fyrir tilbreytingar og þess vegna átti það nú aldeilis við mig að geta verið í mismunandi póstnúmerum eins og 101. eða 105. 107. eða 200. Jamm gott að eiga vini og skyldmenni með góðum innkeyrslum.Heart 

Systurnar á Mávatjörninni ætla að heiðra ömmu sína næstu vikuna og sjá til þess að henni leiðist ekki heima. Kannski ég bjóði þeim í fjöruferð og kannski í berjamó og þá förum við nottlega á húsbílnum þá gætu þær einnig gist Gasp ef veðrið verður gott bara þægileg vika framundan. Smile 

Byrja svo ekki að vinna fyrr en 1. september á nýjum stað.W00t

 


Blessuð blíðan!

Þar kom að því að við hér í norðrinu fengum aðeins að finna hvernig það er að hafa suðræna sól og hita hér á fróni.  Púff ekki vildi ég hafa marga daga svona en gott í hófi.

Nú þeysir landinn sem aldrei fyrr út um víðan völl í leit að ævintýrum á samkuntum hér og þar, eða bara í rólegheitum heima.

Vona bara að allir komi heilir heim af þjóðvegum hraðans. 

Police  Muna bara að keyra á löglegum og allt það. Police  

Hafa góða skapið með Whistling það liggur engum lífið á, annars Halo hemm.

Mér datt þetta svona í hug. Smile

Góða og farsæla verslunarmannahelgi.


Vinna, vinna.!

Já nú er ég mætt til vinnu næstu tvær vikur.  Var orðin hálf leið á "aðgerðarleysinu" og hef varla stoppað í morgun, nóg að gera í vinnunni heil fimm börn mættW00t púffGrin en það stendur til bóta á morgun. Mikið er ég fegin að það rigndi í morgun hreinsun loftsins var mér kær komin eftir þurrk helgarinnarWhistling Jamm er að fara í sund, svitnaði svo mikið í morgun. LoL Hafið það sem best.

Að skrásetja klósettferðir!

Já það er nú gott og blessað að skrásetja þær en svo er annar vinkill á þessu með salerni hér og þar um landið.

Ég ferðast mikið á húsbíl um landið og víða er pottur brotinn hvað varðar klósettin. (Ég er sem betur fer með mitt einkaklósett í bílnum).

Þau fá hreinlega ekki að vera í friði fyrir skemmdarvörgum sem skemmta sér við að eyðileggja. Dæmi um það er Reykjanesið.  Á Krókamýri sem er rétt sunnan við Djúpavatn, hefur verið kamar til nokkra ára sem er nú horfinn af yfirborði jarðar og jafnaður við jörðu.  Þarna rétt innar var  í fyrra komið upp ágætri salernisaðstöðu hjá læknum en eftir nokkrar vikur var búið að brjóta allt og skemma.

Annað dæmi:  þar sem Evrópu og Ameríku flekarnir mætast á Reykjanesinu voru í fyrrasumar tvö gámaklósett saman á bretti. Ég kom þarna á leið minni út að Reykjanesvita og allt í fína með þau þá en daginn eftir þegar ég keyrði til baka þá var búið að velta þessum klósettum um koll.  Ég spyr: hvað er að hjá svona skríl sem ekki getur látið neitt í friði. Mikið vildi ég að sveitarfélögin á Reykjanesi hefðu fjármagn til þess að kosta gæslu á svona fjölförnum ferðamannastöðum svo að hægt væri að koma höndum yfir þessa skemmdarvarga. Ekki gott fyrir ferðamenn að komast hvergi á klósett í hringferð þarna um.


mbl.is Skrásetja klósettferðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sólbrún á vanga!

Eru ekki allir orðnir sólbrúnir og hraustlegir eftir alla sólina sem hefur flætt um landið og miðin síðustu daga? 

Ég fór í hinar ýmsu verslanir í gær og sá að það var eins og allir væru að koma frá útlöndum, brúnir og rauðir sumir mjög sólbrenndir.  Já landinn ætlar að gleypa sólina þegar hún loksins vill sýna sig og lífið verður eitthvað svo miklu léttara. Ég er bara nokkuð sátt við hæfilega rigningu næstu daga. Grin

Húsbílavist er lokið að sinni fór víða og sá sól, þoku, rigningu og sól, endaði með rigningu og roki í Kópavoginum og leitaði í var við stórt hús, enda kominn á pappakassa eins og svo margir aðrir ferðafíklar.

Leið mín lá um Skorradalinn, Þingvelli, Nauthólsvík, Eyrabakka, Stokkseyri, Kópavoginn og Reykjavík svo eitthvað sé nefnt. Nú er ég að þrífa og þvo svo að allt verði tilbúið þangað til næst. Whistling


Heil heim eftir ferðalag á þjóðvegum hraðans!!

Já er bara komin heim í nokkra daga, eða það fer eftir efnahag hvort maður spreðar olíu í annan túr á húsbílnum, hvar ætlar þetta olíuverð að enda, maður tímir varla að keyra um landið nema að keyra á löglegum hraða? "sparakstur"  sem þýðir slysahætta.  Ef maður ekur á löglegum hraða er ég samt fyrir sumum ökumönnum sem eru með stórann segul á hægri fæti já svo þungann að undir hundrað er ekki til hjá þeim.  Devil Bílstjórar með djöfulinn á hælunum.  Flutninga og vörubílstjórar að ógleymdum rútubílst. með ferðamenn eru sumir skelfilegir og hraðinn margir yfir hundrað og var ég stundum að hugsa um hvort ég ætti að hringja 112. Þegar maður er að keyra einn er ekki svo gott að skrifa hjá sér númer bíla sem aka svona hratt, en auðvitað á maður ekki að láta svona bílstjóra sleppa. Fékk á einum stað grjótkast framan á mig eftir vörubíl úr gagnstæðri átt svo að ég hélt að framrúðan ætlaði bara úr bílnum, eftir situr rúmlega sentimeters  breidð hola í rúðunni og er þetta engin smárúða í mínum húsbíl. Þegar svo frystir gæti komið sprunga eftir henni endilangri.

Sumir ökumenn eru ekki hæfir til að keyra eru alltof stressaðir í umferðinni og liggur lífið á. Eru sko ekkert að spara orkugjafann.

Þessi síðasta ferð mín var ágæt á suður og vesturlandi, en þegar ég dvaldi á norðvestan verðu landinu var hann ansi kaldur svo ég flýði suður yfir heiðar og er nú komin heim.

Er samt alveg endurnærð eftir alla náttúruskoðunina. Joyful  Að vera einn á ferð og upplifa kyrrðina, fuglasöng og kvak, hvissið í sjónum, hrynjandann í fossum er mjög orkugefandi allavega fyrir þá sem kunna að njóta þess augnabliks. Heart 

Nú um helgina verður Landsmót Harmonikkunnar og unnenda hennar hér í Reykjanesbæ og ekki ætla ég að missa af þeirri dásemd að hlusta og njóta. 

Set nokkrar myndir inn frá síðustu ferð.


Komin heim!

Komin tími á bloggfærslu fyrir aðdáendur mína.Grin

Var að koma á suðurnesin í dag eftir smá snertingu við náttúruna á ýmsum stöðum.  Meðal annars fann ég náttúru í Reykjavík Woundering  í Laugardalnum hann er æðislegur og ættu þeir sem tök hafa á að dvelja í borginni að kíkja í grasagarðinn og skoða náttúruflóruna þar. 

Ein veisla á laugardag hún Sunna fitnes gella og frænka mín var að klára  stúdentinn frá Bifröst og fjölskyldan samfagnaði með henni.

Skundað á Þingvöll eftir veislu en engin heit voru treyst þar bara óskað sér við Nikulásargjá.  

Var sem sagt með fimm frábærum konum á laugardagskvöld á þeim merka stað Þingvöllum og skemmtum við okkur vel,  einn karlmaður kom svo til að grilla með okkur á sunnudag. Cool jamm hann Helgi töffari. Cool 

Ég vígði nýja kolagrillið mitt og kveikti í viðarkolum sem gerðu matinn minn æðislega bragðgóðan, ummm. Eitthvað annað en gasgrillið, alla vega smá tilbreyting.

Á sunnudagskvöld var haldið til höfuðborgarinnar og dvalið á tjaldstæðinu í Laugardal. Farið í sund um hádegi í dag og tekið á því  í 16. stiga hita. 

Mánudagskvöld á Mávatjörninni með dætrum, tengdasyni, barnab.og barnabarnab. í hammaraveislu, endaði með því að ég fór með ungviðinu í heitapottinn og freyðibað eftir það úthvíld og alsæl.


Ísbjörn

Ísbirnir eru hættulegir og ekki gott að hafa laust bjarndýr þegar kindur með ung lömbin sín eru komin á túnin í Skagafirði.  Hann gæti lifað góðu lífi á sauðfénu þar eða ráðist á nautgripi og hesta. Þó svo að ég sé ekki hlynnt drápum á dýrum svona almennt þá finnst mér gegna öðru með ísbirni. er ekki hægt að skjóta í hann svæfingarlyfi svo að hægt sé að sigla með hann út að ísjaka ef þeir eru einhvers staðar þarna úti á hafi. Ekki drepa Bjössa.


mbl.is Lögregla á slóðum ísbjarnarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sól og heitur pottur!

Yndislegur dagur hér á suðurnesjum og örugglega víðar.

Ég er á Mávatjörninni  er Nanny og au pair í dag. Eldri heimasætan er búin að vera lasin í nokkra daga en var hitalaus í morgun svo að vonandi er þetta að verða búið hjá henni.

Um hádegi læt ég svo renna í heitapottinn og á meðan horfir sú stutta á ævintýramyndina Gyllta áttavitann (The Golden Compass) með Daniel Craig hinum nýja 007 og Nicole Kidman ásamt fríðu föruneyti.

Á meðan lætur amman sólina verma kroppinn, hemm, verð með sólskyggnið á höfðinu svo að fegrunaraðgerðir síðustu ára eyðileggist ekki.

Vonandi verður svo húsbíllinn tilbúinn síðar í dag, en hann er á bíla spítala. Hann verður að vera í lagi fyrir ferðir sumarsins.

En nú fer ég að sinna heimasætunni og þvottavélinni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband