Færsluflokkur: Bloggar

Góð helgi liðin!

Yndisleg helgi að baki og vinnan í fyrramálið.  Happy  Óhægt að segja að veðrið hér á suðurhorninu er búið að vera fínt til útivistar þó að norðangarri blási smá, klæða sig bara vel.  Ég varð "nottlega" að tilkeyra minn heittelskaða gamla góða út um víðan völl, keyrði hann út í Garð á föstudagskvöldið og horfðum saman á sólina setjast ohoo æðislega rómó.  Nú á laugardag fórum við í Hafnirnar og nutum góða veðursins í kyrrðinni, sá ekki eina manneskju þar bara hunda, kannski enginn heima nema þeir.  Á milli ferða þvoði ég vininn svo að allt verði klárt á mánudag, en þá fer hann í læknisskoðun og vona ég að hann fái fulla skoðun.  Í dag komu svo gestir úr höfuðborginni að taka út nýja staðinn.  Þannig að helgin var fljót að líða og ég tilbúin í nýja vinnuviku sem byrjar með söngstund.  Smile


Sól, sól skýn á mig..! Morgunhugleiðing.

Já það er sól hérna á suðurnesjum núna og það er stór dagur hjá minni í dag, minn heittelskaði InLoveHeart verður viðraður í dag eftir fimm mánaða inniveru,  oho hvað ég hlakka til að setja í gang og keyra. Það verður samt stutt ánægja þar sem ég er að selja þennan aldna höfðingja, hann þarf að fá laghenta manneskju til að hlúa að sér.  En það er kominn annar ungur og mun frískari í staðinn  vona ég að hann verði kominn til mín um miðjan apríl.  Jómfrúarferðin er fyrir huguð á sumardaginn fyrsta.  Bara sól í sál og sinni, þrátt fyrir mikið fall okkar ástsælu krónu og allar hækkanir á lánum og nauðsynjum á næsta leiti.  Herðum ólina og eyðum minna, aðeins 12,8 % verðbólga.  Bætum  samfélagið með því að t.d. styðja við lögreglu og tollgæslu embættið hér á suðurnesjum  Police   og víðar, svo að þeir geti sinnt af sóma sínum mikilvægu störfum og ekki veitir af þar sem all mikið hefur verið um glæpi og öllu  því sem þar fylgir, megum ekki við því.  Jamm svona er þetta litla land orðið.   Erum við orðin svona stór í hugum erlendra ríkja  að utanríkisfrúin og hálf ríkistjórnin þarf að vera á stöðugum ferðalögum til að kynna landið svo að það fái inni í öryggisráðinu hjá S.Þ. og sýnist efnaðra en það er.  Engin sparsemi þar á ferð eða það finnst mér.  Ætla ekki að láta þetta trufla minn hug alvarlega sólin skýn og ég  farin að undirbúa daginn með tilhlökkun. Smile


Göngutúrar!

Það er indælt að hafa náttúruna hér fyrir utan gluggann, því að hjá mér er það frekar hvetjandi, jamm fer frekar út að ganga mér til heilsubótar og næringar fyrir sálartetrið, enda er nú komið vor í mínum huga og sál.  Búin að jafna mig eftir Lundúnaferðina og alla gönguna þar og held bara áfram að ganga hér á fróni. Smile  Á páskadag tók ég mig til og fór í smá göngutúr, samviskan var eitthvað að naga mig eftir súkkulaðiátið um morguninn og svo var matarboð um kvöldið.  Á annan páskadag var aftur farið af stað í langann göngutúr og nú var ég vopnuð bakpoka með ýmsum græjum í eins og kíki, myndavél, linsum, epli og vatn á brúsa að ógleymdu eldhúsrúllubréfi, já ég þóttist nú aldeilis vera vel útbúin til gönguferðar um nágrennið.  Lá nú leiðin niður að sjó að kíkja á fuglalífið. Þar var mikið drasl á fjörusteinunum sem kemur af sjó og svo var þarna mjög stórt rör sem blasir við manni, ekki veit ég hvað á að koma út úr þessu röri en það er ekki fallegt að sjá það standa þarna út í loftið.  (Sjá mynd á bloggi).  Þarna er verið að byggja flottar villur sem eru með útsýni að sjónum.  Nú ég hélt áfram að taka myndir og var komin að kirkjunni og kíkti á nokkur leiði og tók myndir af ýmsu sem fyrir augu bar.  Göngutúrinn "endaði" á Mávatjörninni,  vegna þess að þó svo að ég hafi verið með epli og vatn á mér þá dugði það ekki alveg,  var komin í dálítið mikið sykurfall, ég gerði innrás í skápa og á páskaegg barnabarnanna. Blush  Þegar ég var búin að jafna mig þá hélt gangan áfram heim til mín.  Lærði af þessu að hafa Þrúusykur og fleira  nauðsynlegt í svona túra svo að ég finnist ekki bara á víðavangi.  Já maður er alltaf að læra.


Heima er best?

Komin heim í hreiðrið og alsæl með Lundúnaferðina. Komin með léttann Páskafiðring. Whistling  Humm já það er alltaf frábært að vera í London  nóg um að vera í menningarlífinu svo og búðarrápið, fékk góða útrás fyrir kaupáráttuna,  lista og safna áráttuna.  Fór meðal annars á tónleika í Barbican Hall og hlustaði þar á meðal annars Master class nemendur frá Guildhall school of Music and Drama. Tónleikarnir Ready, Steady, Blow! með Guildhall sinfóníunni voru hreint frábærir, þar eru framtíðarlistamenn á ferð.  Hápunkturinn að mér fannst  var Djembe sveitin sem spilaði trumbuslátt á Senegalskan hátt og fór þá salurinn heldur betur á skrið.  Fékk góða sýn á  hvernig hægt er að nota alls konar trumbur og hristuhljóðfæri í tónlistariðkun með ungum börnum.  Það verður mikið um drumu trumbu slátt hjá mér næstu mánuði.  Svo er nú alltaf gaman að koma í Covent Garden og kíkja á handverkið, einnig eru þar alltaf góðir listamenn sem spila tónlist eða fjöllistamenn sem eru að skemmta ferðamönnum, dvaldi þar nokkra tíma og saug upp í nefið menninguna þar.  Fór einn daginn á nokkuð forvitnilegt safn sem er við Lincoln's inn Fields og nefnist Museum of the Royal College of Surgeons. þarna er safn af líkamshlutum manna og dýra í formalíni.  Safnið er byggt á framtaki Johns Hunter ( 1728 - 1793) en hann var brautryðjandi á sviði skurðlækninga á 18. öld. Þarna má sjá beinagrind hæðsta manns og minnstu konu í heimi og heila úr manninum sem fann upp tölvuna.  Fóstur á flestum stigum meðgöngu.  Ekki safn fyrir viðkvæma, en mjög áhugavert safn að skoða. Já það er hægt að hafa nóg að gera í Lundúnaborg. InLove   Páskahelgin frammundan og landinn á ferð og flugi. Er núna með systurnar á Mávatjörninni því foreldrarnir eru í jeppaferð.  Já við höfum það fínt hér í dalnum og er ég farin að hugsa Woundering  um dýrðina sem er í ískápnum, nammi, nammi namm Páskaegg. Smile Whistling


Árnabær!

Leikfélag Keflavíkur er að sýna revíu um þessar mundir og skellti ég mér í gærkveldi ásamt góðum vinum til að upplifa gleðina sem ég var búin að heyra af, ég hló mikið og mátti hafa mig alla við að passa að sköpunarverkið í andlitinu færi ekki úr skorðum. Þarna komu fram ýmsir vel þekktir einstaklingar sem bæjarbúar í Árnabæ þekkja vel að ýmsum verkum. Já maður býr nú í Árnabæ en ekki Reykjanesbæ svei mér þá.  Talandi um Árna nú er hann búinn að gera samning ásamt bæjarstýrunni í Garðinum við Norðurál um að Álverið muni rísa í Helguvík, hvað gerir nú umhverfisráðherra?  Er búið að hnýta lausu hnútana í þessu máli, rafmagnslínur sem eru  sjónmengandi hér um öll suðurnesin? Woundering   Nei það finnst mér ekki fýsilegur kostur.  Tounge   Góða helgi.


Ál er okkar mál!

Ég tek undir með Láru Hönnu og fleirum um að reisa Álver við Helguvík er ekki vænlegur kostur fyrir okkur hér á suðurnesjum. Það eru fleiri ókostir en kostir við Álver og ég get ekki séð annað en að nóg verði um atvinnu hérna um ókomna tíð, þó að kaninn hafi farið. Endilega þið sem lesið þessa færslu farið á bloggið hennar Láru Hönnu.  Þar eru nokkrar umræður um þetta mál. Hvar eru fréttamiðlarnir og þingmenn, ég skora á þá að taka upp umræður um þessi mál frá öllum hliðum.  Nei takk ekki meiri sjónmengun eins og í Staumsvík og við Reyðarfjörð, fyrir utan alla aðra mengun.

larahanna.blog.is

 


Mánudagur til mæðu!!

Svo er oft sagt um mánudaga, en hann getur auðvitað verið frábær eins og aðrir dagar sem sagt engin mæða í mér.  Venjubundin störf í dag, byrjaði daginn  í vinnunni með að allir komu saman í sal og syngja sem er alltaf yndisleg stund, nemendur og kennarar.  Nú fer að styttast í páska svo að við sungum einnig um fiðurféð. Árshátíðin var í alla staði hrein snilld og fær Gunnar bæjarstjóri þakkir fyrir, þar komu fram frábærir skemmtikraftar að ógleymdum veitingum sem voru yndislega góðar sérstaklega fannst mér forrétturinn spes góður,kálfacarpacio með steinseljurótarmauki ásamt Serrano skinku með pesto og parmesan, lostæti umm. Heart  En að menningu, mikil gróska í menningarlífinu hérna á suðurnesjum, leikfélag F.S. sýndi Söngleikinn Sénsinn, Tónlistarfélagið bauð upp á tónlistarveislu með landsþekktum systkinum í bíósal listasafnsins og Leikfélag Keflavíkur frumsýndi á föstudaginn revíuna  Bærinn breiðir úr sér sem Helga Braga leikstýrir.  Uppselt var svo að ég fer næsta föstudag á sýningu hjá leikfélaginu og hlakka ég mikið til að sjá og heyra grínið.  Koma þarna fram ýmsar persónur frægar sem ófrægar og er þetta víst alveg magnað hjá þeim í leikfélaginu.  Mikið hæfileikafólk hér á suðurnesjum eins og t.d. í Óperunni, La Traviata þar eru fjórir söngvarar héðan.  Já rokkbærinn breiðir svo sannarlega úr sér.  Listsýningar í nágrannabyggðum og getur maður verið á mörgum sýningum á einni helgi.  Þegar ég kom heim í dag eftir hádegi skein sólin, en nú er komin þétt snjókoma sem er gott fyrir þá sem stunda skíðamennsku og ýmisleg vetrarsport, en ég bíð eftir vorinu svo ég geti komið mínum heittelskaða InLove og aldna höfðingja út undir bert loft.  Tími ekki að keyra hann í öllum saltpæklinum sem nú er á Reykjanesbrautinni og víðar.  Ég sé bara hvernig hinn bíllinn minn græni er eftir ferð á brautinni, hann verður hvítur.  Skelfilegt.  Frown


Tíminn líður hratt!!

Komin tími á eina bloggfærslu.  Nú er allt að gerast hér í sveitasælunni, menn komnir til að tengja mig við umheiminn og nú er bara að spæna upp úr kössum leiðslur og svoleiðis til að allt gangi upp.  Hef lítið tínt upp úr kössum vegna of reynslu á hægri hönd og varð að taka það rólega framan af vikunni. Tíminn líður hratt þessa daganna og er nú farið að styttast í næstu utanlandsferð.  Ætla á "námskeið" í Bretaveldi og kíki kanski í tesopa til Betu í  Windsor.  Búðirnar við Oxfordstræti eru nottlega á sínum stað, omg hvað ég er farin að hlakka til. Helgin er plönuð ferðafundur, árshátíð og leikhús.  Jamm mér mun ekki leiðast, verst að geta ekki horft á sjónvarpið í digital svona ný tengd með hundrað og eitthvað stöðvar, en það verður bara að bíða fram yfir helgi.


Fréttir úr sveitinni!

 Það er gott að búa hér í "sveitinni" mikill snjór og ég að leika mér á vetrar græjunni sem er með drifi á öllum.  Gaman, gaman, þarf bara ekkert að fara upp á jökul núna eða í aðrar torfærur, fæ fullnægju Joyful  hér í snjónum.  Svo er ég enn sambandslaus við netið, adsl. og heimasíma.  Er nú ekki búin að finna móðurstöðina frá heimasímanum bara símtólið og fann bara "ráderinn" en ekki tengisnúrurnar, hver pakkaði þessu inn?  Woundering  jæja þetta kemur allt í ljós síðar.  Fer bara á aðra bæi til að komast á netið, já þær eru sannkallaðar þarfa þing þessar fartölvur.  Mig vantar enn ruslatunnurnar, það er verið að steypa umgjörðina fyrir þær, gengur hægt vegna veðráttunnar.  Á meðan fer ég bara með ruslið í Kópavoginn til Gunnars B. Fer fram á niðurfellingu sorphirðugjalds hjá Árna S.  Whistling


Mitt ríkidæmi!

Já mitt ríkidæmi fellst aðallega í kössum þessa daganna.  Hvað ég get safnað miklu dóti á stuttum tíma,  Blush  hún er alveg mögnuð þessi söfnunar og kaupárátta.  Ætli þetta sé ættgengt, ég held það bara svei mér þá.  Ég vorkenni nú bara niðjum mínum ef þeir erfa þetta sem ég hef nú grun um að sumir hverjir geri. Er að hugsa um að taka upp naumhyggjustílinn og gefa það sem ég hef ekki not fyrir. Þeir sem áhuga hafa geta svo farið með það í Kolaportið og náð sér í nokkrar krónur.  Ég skal svo koma og kaupa, hehehe.GetLost jæja en nú er ég handlama á hægri hönd eftir kassaburðinn svo að nú gengur heldur hægt að taka upp úr þeim.   Whistling   Er nú bara alsæl í mínum kassabúskap.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband