Færsluflokkur: Bloggar

Sunnudagur til sælu!

Indælisdagur hérna fyrir sunnan eins og oft er sagt.  Eurobandið með lagið, This is my life sigraði í gærkvöldi og líkar mér bara vel við það lag enda eru flytjendur góðir söngvarar og fagmenn fram í fingurgóma. Regína er ein fjölhæfasta söngkona á markaðnum í dag að mínu mati, hef bæði séð og heyrt að hún getur sungið klassík, rokk, blús og allt þar á milli á mjög sannfærandi hátt. Frábær fagmanneskja þar á ferð.  Friðrik Ómar er einnig mjög góður og kraftmikill söngvari, en ég þekki minna til hans.  Þau eiga bæði góða framtíð í bransanum. Áfram með tónlistarhjalið.  Ég hlustaði á mjög skemmtilega tónleika í gær laugardag í Reykjanesbæ. Kvennakór Suðurnesja er 40. ára og mikið eyrnakonfekt þar á ferð. Þar sungu einnig fyrrverandi félagar tvö lög með kórnum.  Eftir hlé kom svo Léttsveitin með undir stjórn Karenar og nú fór sko flott sveifla af stað, kvennakórskonur stormuðu í salinn undir spili léttsveitar og voru þá komnar í Gala kjóla stutta og síða. Upphófst nú mikil söngveisla með lúðra, trommu og gítarhljómum.  Þetta var viðburðaríkur dagur hjá mér því að afhending á splunkunýju húsnæði var afhent kl. 13:00. Glæsileg íbúð og bara að flytja inn, en hef hugsað mér að flytja í dag á sunnudegi til sælu, þó að margt smálegt hafi farið inn í gær á laugardegi til lukku.  Já ég óska mér góðra daga þarna í framtíðinni.


Tónleikar!

Mikið skemmti ég mér í dag en þá fór ég meðal annars á tónleika sem voru haldnir í Reykjanesbæ.  Það er mikil gróska í lúðrasveita bransanum víða um land.  Þarna voru  nemendur tónlistarskólanna að spila í nokkrum hópum. Skemmtileg slagverksveit spilaði einnig og var það mjög tilkomumikið að hlusta á allan þennan flotta slátt og skemmdi það ekki stemmninguna að ameríski stjórnandinn tók smá trommusóló. Hlakka til að heyra meira í framtíðinni af svona slætti, en þetta er alveg nýtt hér á landi og kemur frá USA.Cool Já ekki að spyrja að kananum miklir töffarar.Whistling 


Bjart frammundan?

Ég ætla rétt að vona það að samningar reynist góðir fyrir þá sem lægst hafa launin.  Hvernig er það með þá sem eru á bótum, vona samt að þeir hafi flotið  með í pakkanum?  Spennandi að fylgjast með hvað gerist næstu daga. Nú og svo á eftir að semja við kennara ekki mega þeir sitja eftir. Leikskólakennarar eru með lausa samninga í haust. Ég er bara bjartsýn Smile  á að allt fari á besta veg fyrir launþega í landinu.   Það virðist vera meiri sátt hjá stjórnvöldum nú en fyrir nokkrum árum að mig minnir.   Ég held í vonina.


Kvöld elskenda og tilfinninga!!

   W00tÉg er svo glöð/glaður að hafa kynnst þér Happy  þú ert minn/mín, InLoveég elskaHeart þigHeart þykir vænt um þig, þú ert engill í mannsmyndHalo ég er stolt af þérWink vona að þér líði vel hjá mérSmile jamm Wounderingvona bara að þetta heyrist hjá mörgum pörum út um allt land því allir eiga að vera vinir, þetta er jú dagur elskenda. Verið því góð hvert við annað.HeartWhistling


Valentínus og aðrir gleðidagar

Ekki skil ég fólk sem er að "agnúast" út í heilagann Valentínus. Það er bara gott að hafa svona dag til að ylja manni um hjartarætur, ekki veitir nú af á tímum okurvaxta sem veldur kvíða hjá þeim er skulda mest. Ekki of gott fyrir okkur sem elska tilbreytingu í grámyglu hversdagsins að fá sér eins og einn forboðinn konfektmola eða rós án þyrna.  Var Valentínus annars nokkuð amerískur?. Ég held að hann hafi verið rómverskur klerkur sem Kládíus II lét taka af lífi, eða svo segir í einhverri bók. Jæja en að öðru.  Nú er ég að passa systurnar bráðum fjögurra og hina tannlausu sex ára, já mamman er í skólanum fram að hádegi og leikskólinn með starfsdag, þá er amman góð.  Eftir hádegi fara þær með mömmu aðeins í vinnuna og þá fer lamman og nær í lömmustrákinn til dagmömmunnar, bara gott mál að ömmur og lömmur  eru  nauðsynlegar stundum.  Amma lamma var að yngja upp húsbílinn, sá gamli er orðinn þrítugur svo að tími komin á að yngja upp og fá sér nýrri græju.  Ooooho hvað ég hlakka til að keyra um landið og miðin á þeirri nýju.  Svo er annað tillhlökkunarefni hjá mér, flutningar já í  nýja húsið, stefni á það 23. febrúar.  Það er bara bjart frammundan allir góðu dagarnir sem heita eitt og annað og lita litlu tilveruna mína.  Ekkert þunglyndi hér á bæ.  Gleðilegan Valentínusardag.


Mér verður flökurt!

Spilltir stjórnmálamenn sem hugsa mest um eigin rass.  Er að furða þó manni geti orðið flökurt. Kvótinn, REImálið,Kaupin á  vellinum,  pólitískar ráðningar, borgarmálin eða eins og ég kalla þetta nú, sirkusinn í borginni.  Borgarfulltrúar hlaupandi eftir leynigöngum svo að fjölmiðlar nái ekki tali af þeim. Líta pólitíkusar á okkur almenning sem fífl mér er spurn. Ég ætlaði ekki að blogga hér um stjórnmál en mér ofbýður hvernig komið er fram við okkur sem búum hér. Hvað ætlar Vilhjálmur að gera? Er hann svona siðblindur maðurinn eftir að vera búin að vinna hjá borginni í öll þessi ár. Auðvitað á hann að taka pokann sinn. Að axla ábyrgð, hvað gerði ekki Þórólfur, hann varð að taka sinn poka.  Þegar menn og konur fara út í stjórnmál verða þau að taka afleiðingum gjörða sinna.  Stjórnmálamenn eru miklir leikarar, þeir blika ekki auga þó þeir ljúgi og fari með ósannsögli.  Hvernig ætli ríkistjórnin taki svo á kjaramálum alþýðu? Hvernig væri nú að lálaunastéttirnar í landinu fengju laun sem hægt er að lifa af með eðlilegri dagvinnu.  Af hverju leiðbeinendur í skólana en ekki fagmenntaðir. Sjúkrastofnanir eru mannaðar með innflytjendum og verslanir einnig, hvar endar þetta. Er þetta það sem við viljum? Hvernig verður ísland eftir tíu eða tuttugu ár?  Það veit enginn. Eitt veit ég þó að margur kvíðir því að eldast inn í framtíðina. Hvaða tungumál ætli verði talað á framtíðarheimilinu?  Mér verður flökurt bara við tilhugsunina um að þurfa einhvern tíma að fara inn á "stofnun" þ.e.s. sjúkrahús eða elliheimili og skilja ekki þá sem þar vinna.

 


Meiri snjór, meiri snjór!

Miðlungurinn á afmæli í dag og sú fær aldeilis afmælisveðrið.  Mikið búið að ganga á og margir að festa sig bara hérna í húsagötunni.  Sumir eru nú svo bjartsýnir að fara af stað á smábílum já mikil er trúin. En svo eru aðrir á jeppum sem einnig festu sig og það með drifi á öllum og læsta millikassa.  Þetta segir mér hvað snjórinn er rosalega þungur og blautur.  Hér sést ekki út um rúðurnar í augnablikinu og svo fór rafmagnið af áðan.  Við verðum bara að sætta okkur við þetta því þetta er trúlega framtíðin og með  loftslagsbreytingum getum við því átt von á ýmsu.


Kári og Högni.

Þá er Högni eða Rómeó að syngja fyrir utan gluggann minn, það er ekki nóg að Kári kallinn sé að nauða, vona bara að febrúar verði stilltari en janúar.  Spaugstofuliðið var bara í fantaformi með sitt innlegg og nú eru allir greindir með raskanir, áráttur, heilkenni eða þráhyggju.  Bloggáráttuna eru margir með og moll áráttuna en ég er haldin henni á háu stigi. Þeir gefa kannski út læknisvottorð fyrir þessum áráttum, það vantaði nú alveg þvagleka röskunina í þennan þátt, því það voru margir sem héldu vart þvagi yfir síðasta þætti og fengu mikla bloggáráttu.


Enn syngur Kári!

Upp er runninn síðasti dagur janúarmánaðar og sakna ég hans ekkert, vonandi verður febrúar hægari svo að maður geti látið reyna á torfæruakstur og komist eitthvað út í frelsið.  Annars var lítið um svefn í mínu hosseló vegna Kára en hann söng fyrir mig í alla nótt og gerir en, er orðin ansi þreytt á honum, hvað er hann líka að gera hér þegar Þorri er komin, einhver egoismi í gangi. Var að skoða brautina og virðist vera mikil hálka þar samkvæmt vegargerðar staðli. Þarf nauðsynlega að kíkja í Kópavoginn í enn eina fegrunaraðgerðina.Er að vona að febrúar verði stilltur, þarf að flytja og svooonna.


Lífið er dásamlegt tralalalala!!

Það er mikið að gera í samkvæmum framundan um helgar hjá mér og örugglega fleirum. Þorri kóngur hefur heilsað með sinni veðursinfóníu.  Það fór samt svo um síðustu helgi að ég sat og borðaði fjölbreytta villibráð af mikilli innlifun og  með tilheyrandi andvörpum og stunum.  Ooho þessi matur var unaðslegur.  Svona geta stundir verið yndislegar þó að úti gnauði stormur og hríð.  Næstu helgar framundan fara í þó nokkur veisluhöld, já eins og  afmælisveislu, þorrablót svo ég tali nú ekki um bollu, bollu og sprengidag, maður getur alltaf á sig blómum bætt, hvar endar þetta? Villibráðakvöld 018


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband