Þá er þessi vika langt komin og ansi margt að gerast í stjórnmálum, gengismálum, flutningum, þorrablótum, atvinnumissi og hneyksli hér og þar eins og gengur og gerist.
Ætla ekki að pirra mig meira á pólitíkinni ég hvort sem er fæ engu breytt varðandi þau mál, læt bara aðra um það.
Held bara mínu striki og mæti í vinnuna á virkum dögum og svo í hobbýið um helgar.
Nú eru að koma mánaðarmót og kvíðinn fer að gera vart við sig hjá mörgum því spurningin er, á ég fyrir skuldunum um þessi mánaðarmót? Það eru örugglega margir sem eiga vart fyrir mat þegar búið er að borga skuldirnar sem þarf að borga um þessi mánaðarmót.
Ég var að lesa Dv áðan og þar var viðtal við mann sem er atvinnulaus og átti ekki fyrir mat, hann var búin að svelta í einn og hálfan sólahring því að það sem var til lét hann konuna sína borða, hann þakkaði Guði fyrir að eiga ekki börn. Þessi maður var að leita á náðir fjölskylduhjálparinnar í fyrsta sinn.
Já þetta eru erfiðir tímar hjá mörgum og eiga eftir að verða verri. því margir eru að missa vinnu næstu mánuði. Hvar endar þetta? það veit nottlega enginn.
Nú um helgina er frumburðurinn að flytja hér í nágrennið svo að við verðum "grannar" þá getum við gægjast á hver aðra.
Nú svo skrepp ég auðvitað eitthvað á laugardag ef veðrið verður gott til útivistar og ljósmyndunar en veðurfræðingurinn var að spá einhverjum leiðindum.
Það er töluverður snjór hér svo ef hann fer að vera með einhverja metra í vindi þá er ekki gott færi til aksturs.
Verð að hafa gönguskíðin tilbúin svo ég komist út til nýju grannana.
Bloggar | 29.1.2009 | 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 29. janúar 2009
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar