Ég er upprisin úr flensupest orðin hitalaus en slæm er ég enn fyrir brjósti og í maga. Fékk einhverjar þrjár djúpsprengjur sem virkuðu ansi vel og hafði ég upp úr því búkhlaup mikið.
Þá er bara að pústa sig og fara svo til "doksa" í vikunni og láta hlusta.
Hún er ekkert grín þessi pest, svo nú verður maður að fara varlega svo ekki slái mér niður, nóg er að vera búin að liggja í sjö daga.
Drottinn minn og bakið gjörsamlega búið eftir alla leguna, sem sagt maður er í hálfgerðu rusli.
Ég skrapp í fyrst skiptið út eftir hádegi og trítlaði til frumburðarins sem býr hérna á næsta horni, en ég var bara að athuga þolið sem er ekki mikið þessa stundina en Það kemur hægt og sígandi.
Ég ætla til vinnu í fyrramálið svo framalega að mér versni ekki í nótt.
Bolludagur á morgun og ekki veitir mér af að fá smá rjóma eftir öll kílóin og vöðvamassann sem ég búin að missa á einni viku og tvær buxnastærðir svei mér þá.
Nú er illt í efni, árshátíð um næstu helgi og ég á ekkert til að vera í því fötin hanga utan á mér.
Get ekki hætt á að missa niður um mig pilsið eða buxurnar svo ég er að hugsa um að mæta á sundbol innst sem ég get svo hengt einhverja of stóra fatalarfa yfir. Verð þá bara ódýrt skemmtiatriði. Össsösss.
Upp með heilsuna.
Bloggar | 22.2.2009 | 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 22. febrúar 2009
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar