Veðrið þessa daganna er bara dásamlegt, birtan og sjónhverfingar skýja og norðurljósa einnig hvað stirnir fallega á hvíta fönnina dettur mér í hug sykur. Já ekki hægt að kvarta yfir veðrinu nema kannski full mikið frost.
Hér kemur smá lífsreynslusaga frá kvöldinu.
Skellti mér út í nokkra tíma og andaði að mér fersku lofti meðal annars í Sólbrekkuskógi og þar sem ég var að taka myndir þá skynja ég allt í einu að eitthvað stóð við hliðina á mér og Guð hvað mér brá, þarna var kominn stór hundur sem góndi á mig og varð mér ekki um sel, flýtti mér inn í bíl þangað til hann var farinn þá hætti ég mér aftur út en þar sem ég stóð undir gafli bílsins kom eitthvað stórt að mér og þá fyrst brá mér því þarna var kominn úlfur að mér sýndist en það var farið að dimma mikið svo ég sá ekki alveg nógu vel, en þar sem ég stóð þarna og horfði í augu úlfsins þá kom hann nær en ég flúði inn í bíl aftur og sá nú betur þegar ég kveikti útiljósið að þetta var úlfahundur grár að lit. Eitt er víst að ég fer ekki ein þarna aftur að kvöldlagi því þarna virðast vera villtir hundar sem búa í skóginum svei mér þá. Já ég varð bara ansi smeyk svo ég fór bara burtu af staðnum.
Þá lá leiðin út í Bláa Lón en þar var svo mikil ljósamengun að ég keyrði til Grindavíkur og tók smá fjörurúnt. Þar voru smá norðurljós og naut ég þess í botn að horfa á þau dansa á himnum. Stjörnurnar, tunglið og Venus sáust vel þarna í myrkrinu.
Þá lá leiðin heim á leið en þegar ég var að keyra inn í Innri Njarðvík sá ég einnig að norðurljósin leiftruðu þar svo ég skellti mér út á ný og tók nokkrar myndir, en þá var komið ansi mikill vindur svo að ekki var gott að taka myndir á þrífótinn, náði samt nokkrum.
það er alltaf gott að fara út til að viðra sig og nú er það lífshlaupið sem ég ásamt öðrum er að taka þátt í og nú er lágmarks hreyfing hálf klukkustund á hverjum degi því að nú er ég komin í hóp sem kallar sig englakroppar og verð ég því að standa undir nafni.
Bloggar | 5.2.2009 | 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 5. febrúar 2009
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar