Kosningadagurinn rann upp ljúfur og sólríkur því bauð ég systrunum á Mávatjörninni í húsbílaferð.
Ferðin byrjaði í Sólbrekkum en þar hefur aðstaða fyrir börnin verið endurnýjuð svo sómi er að. Þarna eru gúmmíhellur til að vernda börnin ef þau detta og ný leiktæki, svo hjóluðu systur þarna um og sippuðu þegar hlé var gert á leik í tækjunum.
Ævintýraferð inn í litla skóginn var skemmtileg og sá eldri systirin kanínur á hlaupum.

Því næst fórum við að Garðskagavita en þar var ákveðið að gista. Undum við hag okkar vel þar í góðu veðri. Systur hjóluðu heilmikið þarna og svo var farið í fjöruna og leitað að kröbbum, kuðungum og skeljum einnig var þarna ýmislegt er sjórinn hefur flutt að landi.
Þarna er gott að vera og nóg að skoða.




Sunnudagskvöldið leið svo við myndatökur af kvöldsólinni og Snæfellsjökli.
Bloggar | 28.4.2009 | 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hryllilegt að hugsa til þess ef svínaflensan kemur hingað til lands, það verður örugglega ekki langt í það ef ekki verður gripið til ráðstafana.
Hvet almenning til að fresta öllum utanlandsferðum.
Spánska veikin gekk yfir landið 1918 - 19. Þá sýktust nokkur hundruð manns.
það voru þó nokkuð margir af mínum ættmennum sem sýktust og einhverjir létust. Þeir sem fengu veikina urðu alltaf mjög lungnaveikir og báru þess aldrei bætur.
Tækninni hefur að vísu fleygt fram en þeir sem eru slæmir í lungum fyrir eru í áhættuhóp og ekki veit ég hvort lyfin sem eru til í dag myndu hjálpa eitthvað til.
Maður vonar bara það besta.
![]() |
Of seint að hindra útbreiðslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.4.2009 | 07:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Bloggfærslur 28. apríl 2009
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar