Já er bara komin heim í nokkra daga, eða það fer eftir efnahag hvort maður spreðar olíu í annan túr á húsbílnum, hvar ætlar þetta olíuverð að enda, maður tímir varla að keyra um landið nema að keyra á löglegum hraða? "sparakstur" sem þýðir slysahætta. Ef maður ekur á löglegum hraða er ég samt fyrir sumum ökumönnum sem eru með stórann segul á hægri fæti já svo þungann að undir hundrað er ekki til hjá þeim. Bílstjórar með djöfulinn á hælunum. Flutninga og vörubílstjórar að ógleymdum rútubílst. með ferðamenn eru sumir skelfilegir og hraðinn margir yfir hundrað og var ég stundum að hugsa um hvort ég ætti að hringja 112. Þegar maður er að keyra einn er ekki svo gott að skrifa hjá sér númer bíla sem aka svona hratt, en auðvitað á maður ekki að láta svona bílstjóra sleppa. Fékk á einum stað grjótkast framan á mig eftir vörubíl úr gagnstæðri átt svo að ég hélt að framrúðan ætlaði bara úr bílnum, eftir situr rúmlega sentimeters breidð hola í rúðunni og er þetta engin smárúða í mínum húsbíl. Þegar svo frystir gæti komið sprunga eftir henni endilangri.
Sumir ökumenn eru ekki hæfir til að keyra eru alltof stressaðir í umferðinni og liggur lífið á. Eru sko ekkert að spara orkugjafann.
Þessi síðasta ferð mín var ágæt á suður og vesturlandi, en þegar ég dvaldi á norðvestan verðu landinu var hann ansi kaldur svo ég flýði suður yfir heiðar og er nú komin heim.
Er samt alveg endurnærð eftir alla náttúruskoðunina. Að vera einn á ferð og upplifa kyrrðina, fuglasöng og kvak, hvissið í sjónum, hrynjandann í fossum er mjög orkugefandi allavega fyrir þá sem kunna að njóta þess augnabliks.
Nú um helgina verður Landsmót Harmonikkunnar og unnenda hennar hér í Reykjanesbæ og ekki ætla ég að missa af þeirri dásemd að hlusta og njóta.
Set nokkrar myndir inn frá síðustu ferð.
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 684
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já takk fyrir það lady.
Nú er bara að skrúbba og þvo svo að fákurinn verði tilbúin til næstu ferð.
María (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 21:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.