Sólbrún á vanga!

Eru ekki allir orðnir sólbrúnir og hraustlegir eftir alla sólina sem hefur flætt um landið og miðin síðustu daga? 

Ég fór í hinar ýmsu verslanir í gær og sá að það var eins og allir væru að koma frá útlöndum, brúnir og rauðir sumir mjög sólbrenndir.  Já landinn ætlar að gleypa sólina þegar hún loksins vill sýna sig og lífið verður eitthvað svo miklu léttara. Ég er bara nokkuð sátt við hæfilega rigningu næstu daga. Grin

Húsbílavist er lokið að sinni fór víða og sá sól, þoku, rigningu og sól, endaði með rigningu og roki í Kópavoginum og leitaði í var við stórt hús, enda kominn á pappakassa eins og svo margir aðrir ferðafíklar.

Leið mín lá um Skorradalinn, Þingvelli, Nauthólsvík, Eyrabakka, Stokkseyri, Kópavoginn og Reykjavík svo eitthvað sé nefnt. Nú er ég að þrífa og þvo svo að allt verði tilbúið þangað til næst. Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl lady Vally!

Já þegar vel viðrar eru tjaldstæðin of lítil.  Ég er ekki búin að prufa Faxastæðið en ég veit að fossin er flottur. 

 Fer örugglega þarna um í ágúst.      Ég mæli með tjaldstæðinu á Eyrabakka, góð aðstaða, fallegur bær og kostar ekkert,  frítt rafmagn fyrir þá sem eru með svoleiðis búnað  í ferðavögnunum, svo eru húsin og söfnin góð eins og að komast aftur í tímann.

María Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband