Heimsfaraldur önnur spönsk veiki !!

Hryllilegt að hugsa til þess ef svínaflensan kemur hingað til lands, það verður örugglega ekki langt í það ef ekki verður gripið til ráðstafana.

 

Hvet almenning til að fresta öllum utanlandsferðum.

Spánska veikin gekk yfir landið 1918 - 19. Þá sýktust nokkur hundruð manns.

það voru þó nokkuð margir af mínum ættmennum sem sýktust og einhverjir létust. Þeir sem fengu veikina urðu alltaf mjög lungnaveikir og báru þess aldrei bætur.

Tækninni hefur að vísu fleygt fram en þeir sem eru slæmir í lungum fyrir eru í áhættuhóp og ekki veit ég hvort lyfin sem eru til í dag myndu hjálpa eitthvað til. 

Maður vonar bara það besta. 

 

 


mbl.is Of seint að hindra útbreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tækninni hefur fleytt fram, en þeir fóru samt og grófu upp lík í sífreranum á norðurslóðum til að ná aftur í þennan vírus.

http://www.nature.com/hdy/journal/v98/n1/full/6800911a.html

þetta er talsverð tilviljun

Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 07:45

2 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Við erum sem betur fer betur sett nú en 1918 því nú eru til influensulyf sem bíta á svínaflensuna.

Hér er meiri fróðleikur um pestina http://www.influensa.is/pages/1433

Herdís Sigurjónsdóttir, 28.4.2009 kl. 08:17

3 Smámynd: Hvumpinn

Hvaða kerlingarvæll er þetta?  "Hvet almenning til að fresta öllum utanlandsferðum"  Í fyrsta lagi væri það væntanlega of seint, í öðru lagi eins og Haraldur Faraldur sagði í gær, er engan veginn staðfest að um "svinaflensu" sé alls staðar að ræða, og svo hagar þetta sér öðru vísi í Mexíkó en norðan landamæranna.

Fávísar konur vinsamlega hafi hemil á sér.

Hvumpinn, 28.4.2009 kl. 08:27

4 identicon

Já það er aldrei of varlega farið þega slíkar flensur ganga og við vitum minnst um það hvað gengur á í öðrum löndum.

Ég ætla ekki að svara þessum sem skrifar undir nafninu Hvumpinn og þorir ekki að hafa mynd af sér.

María (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband