Færsluflokkur: Bloggar

Jólin nálgast!

Þá er búið að skrúbba og skipta á rúmum á þessum bæ og nú mega jólin koma til mín með kærleik og frið. Grin

Það er von mín að sem flestir finni frið í hjarta sínu og geti gefið af honum til þeirra sem hans þarfnast.  Margir eiga erfitt bæði vegna veikinda og bágra kjara á hátíð ljóssins og sendi ég þeim hlýjar hugsanir og megi þeir öðlast sálarfrið um stund.

Sáluhjálpar geymslan getur verið full hjá mörgum og endilega gefið til annarra úr henni. Halo

Nú er það fyrirgefningin og umburðarlyndið sem við eigum að huga að. Heart

Kæru vinir og vandamenn nær og fjær, sendi mínar bestu óskir um gleðilega jólahátíð megi þið eiga frið í hjarta.

  Farið varlega í jólamatinn og með eldinn á kertunum. HeartHeart 

Í Betlehem hjá blíðri móður, barn í jötu reifað var.

Lýsti stjarna lágu hreysi, ljóssins englar komu þar.

 Englar komu, englar sungu, englar stóðu helgan vörð.

Lausnarans frá lágu hreysi lífsins boðskap fluttu jörð.

Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka.


Ófærð.

Hvað eru ökumenn að æða út í óveður þegar vegagerðin er búin að gefa út viðvörun um skafrenning og yfirvofandi ófærð.  Þetta hlýtur hreinlega að vera lífspursmál hjá þessum ökumönnum.  Ég skil ekki svona.

 Á þessum árstíma þarf fólk sem er á faraldsfæti að hlusta eftir veðurspá dagsins.


mbl.is Yfirgefnir bílar tefja mokstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóla engilinn og gjafirnar!

Fór til Reykjavíkur í gær til að skoða litla jóla engilinn Halo  okkar og mikið er hún fín og yndisleg bara alveg draumur og svo slétt í framan eins og hún á ættir til,  Grin hún er bara sólahrings gömul algjör fegurðar drottning.  Já hverjum finnst ekki sinn fugl fagur eins og máltækið segir. Whistling Setti inn myndir er ég tók í gær laugardag.

Er pínu meir/ væmin núna enda eru að koma jól og þá verður maður að vera glaður Happy  með sitt og sína sama hvort jólin verða hvít, rauð, blá eða allt í kaldakoli hjá þjóðarskútunni.  Auðvitað er staðan mjög bág hjá mörgum en njótum augnabliksins og þess að vera til og gleðja hvert annað með góðum hugsunum og jákvæðni, faðmlagi og kossi Kissing  á kinn. Heart Knús, kossar og faðmlag til ykkar þarna úti og finnið nú ljósið í myrkrinu. Það þarf ekki allt að fljóta í dýrum gjöfum sem keyptar eru í verslunum landsmanna, gefið líka þær andlegu sem allir eiga eitthvað af og kosta ekki peninga. 

Ég var í útskriftarveislu í gær kveldi hjá vinkonu minni og þar ríkti glaumur og gleði þangað til uppgötvaðist að hundurinn á bænum át hálfa brauðtertu sem geymd var utandyra og átti að vera seinna um kvöldið.  Var það hundinum að kenna?    Vona bara að hann fái ekki í magann. 


Jóla Storkurinn og þar með fimm ættliðir í beinann kvennlegg.

Nú er að líða að jólum og flestir að klára jólagjafaverslunina en við í fjölskyldunni fengum gullfallegan jólapakka í morgun 19. desember.  Þarna var á ferð jólastorkurinn sem kom með sendingu, litla jólastúlku er ég kalla jóla krúttlu. Þeim mæðgum heilsat vel og eru þær í hreiðrinu en storkurinn flaug fljótt á braut. 

Jóla krúttlan vildi greinilega eiga sinn eigin afmælisdag eins og stóri bróðir sem er tveggja ára síðan 19. nóv. en mamma hans 18. nóv. Þau eiga nú afmælisdaga báðum megin við minn, en minn er 16. des. 

Það var og er  allt einhvern veginn svo yndislegt í dag og lamman svo stolt  að hún gat bara varla klárað vinnudaginn, fannst hún hafa unnið stóra vinninginn.

Svo eru komnir fimm ættliðir í beinan kvennlegg

Set inn mynd hér til hliðar í albúmið börn og barnab.

 

 

 

 

 

 

 


Lögbrot.

Hversu mikið á að seilast í vasa skattborgara.  Algjör lágkúra. Hvar enda þessi ósköp.

Að skattleggja og pína landsmenn svona er með ólíkindum og þekkist ekki nema í einræðisríkjum.

Burtu með þetta lið sem getur ekki stjórnað betur, nú er mér nóg boðið.


mbl.is Kastað 60 ár aftur í tímann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæst skata og íldufýla besta lyfið og ódýrast !!

Jólaundirbúningur er hafin að fullu og fjölskyldur safnast saman og snæða skötu, tindabikkju og hvað þetta nú allt heitir.

Svo kæst er skatan að fólk hreinlega missir anda og tárfellir, en þetta hreinsar og fræsir út óæskilega vessa sem safnast hafa í toppstykkið og kannski á fleiri staði.  Ég segi nú ekki annað en pass ef svo er.

 En af hverju eru vísindamenn ekki búnir að koma auga á þetta lækningalyf.

Nú ættu læknar þessa lands að huga að þessu nýja lækningalyfi ef þetta reynist svona vel. Drepur jafnvel svæsnustu kvefpestir og jafnvel flensuskít.

Sem sagt undralyf ef satt reynist og mun ódýrara fyrir þjóðina hvað varðar lyfjakostnað, fara bara í næstu fiskbúð. 

Held ég verði að rita bréf til ráðherra heilbrigðismála og benda honum á þetta.

Svo eru það þrifin á eftir, þetta ku alveg eyða reykingarlykt, fúkka og saggalykt. Maður sýður bara hangiketið og þá er allt orðið svo jólalegt að ekkert þarf að þrífa, nema þeir sem haldnir eru hreinlætisbrjálæði en þeir þvo gardínur og dúka, kannski einhverja fataleppa sem hafa verið nálægt svo að fólk sem þeir mæta á götum úti taki ekki stórann sveig.

Fyrir nokkrum árum smakkaði ég svona hrylling Sick og minnir mig að ég hafi fengið martraðir nokkrar nætur á eftir, alla vega kenndi ég þessu um.  Lyktin minnti á þegar ég rann/ datt ofan í hauhúsið í denn. Sick 


Söngvarar eru mannlegir!

Smá mistök geta verið söngvara dýr ef hann vinnur ekki rétt úr aðstæðum eða ef dagsformið er ekki alveg upp á það besta.

Söngvarar eru ekki vélar og þess vegna er svo sárt fyrir þá að gera hin minnstu mistök á örlagastundu.

 Kröfur og samkeppni fylgjast að í þessum harða óperuheimi.


mbl.is Filianoti skipt út af á frumsýningardag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðríður Þorbjarnardóttir landkönnuður með meiru.

Mikið er ég ánægð með þessa nafngift á kirkjunni og komin tími til þar sem nöfn á götum í Grafarholti eru afar kristileg. Vonandi verður kirkjusóknin góð.


mbl.is Guðríðarkirkja vígð í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skreytum hús með jólaljósum, fallalalalala!

Nú eru flestir landsmenn að skreyta hjá sér og margir búnir að setja aðventuljós í glugga og seríur úti sem inni, ekki veitir af í skammdeginu.  Mér líður alltaf vel á þessum árstíma kerta og ljósa, er sem sagt að komast í jólagírinn.

Fimmtudagskvöld skemmtilegur jólamatur með leikskólakennurum þar sem þrír erlendir kennarar sögðu okkur frá jólasiðum í sínu heimalandi. Eftir matinn góða komu tveir erlendir karlmenn og kenndu okkur salsa dansa og skapaðist mikil kátína á meðal kvennanna. Nú dansa ég bara salsa við jólatónlistina.  Hægri, vinstri smá mjaðmasveifla, Blush þarf að æfast aðeins betur humm, W00t hóst.

Í gærkvöldi fór ég með vinnufélögum út í Viðey að snæða jólakrásir, alveg frábær byrjun á aðventu. Þetta var óvissuferð og var fögnuður stelpnanna mikill þegar þær uppgötvuðu eftir miklar vangaveltur um hver yrði stoppistöðin, Whistling  við fórum með rútu héðan frá Reykjanesbæ og ekki var farin beinasta leiðin út að sundunum heldur smá rúntur um höfuðborgina svona rétt til að sýna okkur jólaljósin, einnig til að átta sig á vísbendingu sem var í formi "sonnettu" framan á "jólasöngvakverinu"  því auðvitað sungum við jóla og skemmtilög til að örva málræktina og stytta leiðina. Grin

  Þó nokkuð frost var úti en kyrr sjór á útleið sem tók ekki nema nokkrar mínútur.  Á heimleið var smá undiralda Sick  en það var sungið svo mikið um leið og Viðeyjargestir komu í bátinn að það gleymdist að verða sjóveikur.  Smile   Frábært kvöld með frábærum sprundum. Heart Knús til ykkar stelpur. Kissing

Þá eru það heimilisstörfin í dag þessi laugardags, skúra, skrúbba og bóna.

Skreyta pínu, setja upp jólaljós, baka svo að systur fái nú smá jóla, jóla þegar þær koma til gistingar hjá Mæömmu. Heart Happy

 


Wúrzburg og Rothenburg.

Wúrzburg í Bæjaralandi er falleg borg en þangað skrapp ég ásamt skemmtilegum félögum til að fá smá jólagleði í hjarta og sál. Mikið var búið að skreyta húsin í miðbænum og setja ljós á jólatré. Jólamarkaðinn var gaman að skoða og svo var bragðað á jólaglöggi þeirra Bæjara.

Margt var gert sér til skemmtunar eins og að borða góðan mat, farið á tónleika og spjalla við skemmtilega félaga.

Heimsótti einnig Rothenburg sem skartar einnig jólamarkaði, jólabúðum, söfnum og skrítnum karli sem skemmti fólki á torgi bæjarins.

Ég er komin í jólaskap og syng jólalögin þrátt fyrir árans kreppuna sem engin getur flúið. 

Setti nokkrar myndir frá ferðinni í myndaalbúm hér á síðunni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband