Jæja þá er best að blogga smá hérna en nú er ég aðallega á Facebook eða bókinni.
Þetta er merkisdagur í minni fjölskyldu því fyrir 17. árum fæddist hún Berglind Nanna og fagnar nú deginum með ökuskírteini upp á vasann. Þessi elska tók bílprófið í fyrradag og fékk skírteinið á afmælisdaginn sinn og vona ég að gæfa í akstri á vegum landsins fylgi henni hvert sem hún ekur. Til hamingju með daginn elskan.
Nú svo er Jónsmessan framundan og er það ekki ein magnaðasta nótt ársins nú í nótt, en þá er sagt að Kýrnar tali mannamál og Selir skelli sér úr ham sínum, en einhvers staðar las ég það fyrir margt löngu.
Svo að nú fer maður bara út í nóttina og veltir sér upp úr dögginni sem á að vera mjög svo heilnæmt.
Á laugardaginn 20. júní fór ég á Austurvöllinn á fundin þar sem hagsmunasamtök heimilanna var að mótmæla meðal annars Icesave og fl. Þar var hiti í fólki og sprengjur sprungu, bumbur barðar og hróp og köll landans sem ekki er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar. Þetta var mikil upplifun fyrir mig dreifbýlinginn.
Nú fer að koma að sumarfríi hjá mér og þá verður nóg að gera við ýmiskonar sýsl er til fellur eins og að rækta garðinn, lesa, láta sig dreyma um margt sem ekki getur gerst í dag.
Með von um að þú eigir gott sumar þrátt fyrir krepputíð.
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.