Nýr mánuður og...

 

 Kominn tími á smá blogg svona til að láta suma vita af sér. Grin  Er bara í góðum gír með snjóinn og veðrið, hvernig er annað hægt þegar febrúar mætir með dásamlegu veðri stillum og sól.

Ég var að skoða myndir frá byrjun febrúar í fyrra, vá enginn smá munur á veðrinu það var allt á kafi í snjó og skafrenningur svo að fólk sem keyrir brautina komst ekki til vinnu og ekki heldur þeir sem vinna hér í grenndinni.  Hérna voru sem sagt háir skaflar og mjög svo þungfært ef ekki ófært. Vetur konungur er bara í góðu skapi þessa daganna.

Nú eru það Bretar, Frakkar ásamt nokkrum grannþjóðum sem fá slæmt veður. Já nú voru Bretarnir heppnir að fá lobburnar frá okkur, deyja vonandi ekki eins margir úr kulda þar.

Fékk frábært veður á skaganum um helgina tók mikið af myndum, var með góðum félögum og hitti  karlmann með sömu dellu og ég.

       IMG_1003   IMG_0986

Næstu helgi verður lítið um ferðalag vegna afmælis og skírnar í fjölskyldunni. Kannski kemst ég eina nótt Grin  Wink

Máninn hátt á himni skýn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, var það ekki!! hahaha. Þessvegna þurftir þú að grípa til gamalla mynda, til að standast samkeppni!! Þú ert örugglega milklu betri en hann....

Myllfríður Högnadóttir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 23:52

2 identicon

Ja hérna svona er heimurinn lítill. Skemmtileg tilviljun Vallý.  

Myllfríður það er ekki hann sem ég hitti þarna, það var sko  ókunnugur maður er ég hitti í fjörunni í myrkrinu, en vááááá myndirnar hans eru dásamlegar fékk að sjá hvað hann var búinn að taka það kvöldið, bauð honum nottlega í græjuna.

Knús til ykkar stelpur.  

María (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband