Bloggar | 25.6.2009 | 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja þá er best að blogga smá hérna en nú er ég aðallega á Facebook eða bókinni.
Þetta er merkisdagur í minni fjölskyldu því fyrir 17. árum fæddist hún Berglind Nanna og fagnar nú deginum með ökuskírteini upp á vasann. Þessi elska tók bílprófið í fyrradag og fékk skírteinið á afmælisdaginn sinn og vona ég að gæfa í akstri á vegum landsins fylgi henni hvert sem hún ekur. Til hamingju með daginn elskan.
Nú svo er Jónsmessan framundan og er það ekki ein magnaðasta nótt ársins nú í nótt, en þá er sagt að Kýrnar tali mannamál og Selir skelli sér úr ham sínum, en einhvers staðar las ég það fyrir margt löngu.
Svo að nú fer maður bara út í nóttina og veltir sér upp úr dögginni sem á að vera mjög svo heilnæmt.
Á laugardaginn 20. júní fór ég á Austurvöllinn á fundin þar sem hagsmunasamtök heimilanna var að mótmæla meðal annars Icesave og fl. Þar var hiti í fólki og sprengjur sprungu, bumbur barðar og hróp og köll landans sem ekki er ánægður með störf ríkisstjórnarinnar. Þetta var mikil upplifun fyrir mig dreifbýlinginn.
Nú fer að koma að sumarfríi hjá mér og þá verður nóg að gera við ýmiskonar sýsl er til fellur eins og að rækta garðinn, lesa, láta sig dreyma um margt sem ekki getur gerst í dag.
Með von um að þú eigir gott sumar þrátt fyrir krepputíð.
Bloggar | 23.6.2009 | 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Komin tími á smá blogg en ég er svo upptekin í góða veðrinu á minni græju að það gleymist bara að blogga. Svo er það einnig að ég hef nú ekki mikið að segja í þessari krepputíð og fæst orð bera minnsta ábyrgð. Leggst bara út þegar vel viðrar og dunda mér við að taka myndir af ýmsu sem fyrir augu ber. Ætla svo út um víðan völl í sumar og verð hér og þar. Skrapp út á Garðskaga einn daginn og mætti helling af Geimverum sem voru að koma út úr vitanum. Ég brá mér því upp einar 110 tröppur til að mynda í góða veðrinu.
Bloggar | 28.5.2009 | 00:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kosningadagurinn rann upp ljúfur og sólríkur því bauð ég systrunum á Mávatjörninni í húsbílaferð.
Ferðin byrjaði í Sólbrekkum en þar hefur aðstaða fyrir börnin verið endurnýjuð svo sómi er að. Þarna eru gúmmíhellur til að vernda börnin ef þau detta og ný leiktæki, svo hjóluðu systur þarna um og sippuðu þegar hlé var gert á leik í tækjunum.
Ævintýraferð inn í litla skóginn var skemmtileg og sá eldri systirin kanínur á hlaupum.
Því næst fórum við að Garðskagavita en þar var ákveðið að gista. Undum við hag okkar vel þar í góðu veðri. Systur hjóluðu heilmikið þarna og svo var farið í fjöruna og leitað að kröbbum, kuðungum og skeljum einnig var þarna ýmislegt er sjórinn hefur flutt að landi.
Þarna er gott að vera og nóg að skoða.
Sunnudagskvöldið leið svo við myndatökur af kvöldsólinni og Snæfellsjökli.
Bloggar | 28.4.2009 | 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hryllilegt að hugsa til þess ef svínaflensan kemur hingað til lands, það verður örugglega ekki langt í það ef ekki verður gripið til ráðstafana.
Hvet almenning til að fresta öllum utanlandsferðum.
Spánska veikin gekk yfir landið 1918 - 19. Þá sýktust nokkur hundruð manns.
það voru þó nokkuð margir af mínum ættmennum sem sýktust og einhverjir létust. Þeir sem fengu veikina urðu alltaf mjög lungnaveikir og báru þess aldrei bætur.
Tækninni hefur að vísu fleygt fram en þeir sem eru slæmir í lungum fyrir eru í áhættuhóp og ekki veit ég hvort lyfin sem eru til í dag myndu hjálpa eitthvað til.
Maður vonar bara það besta.
Of seint að hindra útbreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.4.2009 | 07:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jæja þá er sumarið vonandi á næsta leiti þó er nú einhver lægð á leið hér yfir með tilheyrandi látum. Vona bara að þetta sé sú síðasta stóra og nú fari að hlýna hérna á landinu kalda. Nóg hefur almenningur þurft að þola í vetur, þar sem eignir landsmanna brenna upp í verðbólgubáli.
Krónan hefur bara fuðrað upp eins og bruninn í Kef. í gær.
Ég er meðmælt því að skipta um gjaldmiðil, við höfum ekkert að gera með ónýtan gjaldmiðil. Við erum bara rúm þrjúhundruð þúsund, það er svipað og eitt hverfi í London.
Hvað erum við að rembast við að vera og hegða okkur eins og milljónaþjóðir.
Kosningar frammundan og verður spennandi að fylgjast með sveiflum flokkanna, hver sigrar og s.v.fr.
Gleðilegt sumar.
Bloggar | 22.4.2009 | 07:35 (breytt 23.4.2009 kl. 17:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mikið er ég glöð yfir því að sjómenn okkar eru vel vakandi fyrir óeðlilegum siglingum hér við land. Nú er bara að virkja fiskimenn þessa lands til löggæslu. Landhelgisgæslan verður bara að treysta á þá sem eru að veiðum hér og þar við landið og láta vita af skipum sem eru grunsamleg.
Þessa menn á að loka inni og henda lyklunum, því það sýnir sig að brota vilji þeirra er mikill. Þetta virðist ekki vera í fyrsta skipti sem þessir menn eru viðriðnir svona lagað og svo þykjast þeir vera saklausir. Þeir eru greinilega veruleika fyrtir.
Þeir vita ekki hvað þeir gjöra.
Fiskiskip lét vita af skútunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.4.2009 | 07:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Komin tími til að gera vart við sig hér á blogginu.
Málið er að nú eru allir á facebook og ég líka. Þar hangir maður og spæjar um hvað vinir og vandamenn eru að bardúsa í dagsins önn.
Sönn íslensk forvitni.
Lóan er komin að kveða burt snjóinn, þá kemur vorfílingur í fólkið er það heyrir dirrindíið, ég hef ekki heyrt það í ár. Síðastliðið vor og sumar voru nokkrar Lóur í móanum við húsið hjá mér og var ósköp notalegt að heyra í þeim. Vonandi koma þær aftur.
Ég ætla að skreppa í eina húsbílaferðina enn um helgina og ætlast nottlega til þess að veðrið verði gott, bjart og enginn vindur.
Fór um daginn með barnabörnin í skessuhelli og hafði sjálf mjög gaman af því að sjá og heyra í henni hrjóta, ropa og prumpa. Börnin lifðu sig svo inn í aðstæður að þegar hún prumpaði kleip eitt barnið um nefið og sagði ojy vond lykt. Bara gaman að þessu og flott framtak að hafa Hellinn opinn um helgar.
Þá er bara að bjóða ykkur góða helgi og farið varlega.
Bloggar | 26.3.2009 | 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þingmenn mæta illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.3.2009 | 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er ömmu helgi og ætlaði ég með dömurnar í húsbílinn og nú átti þetta að vera mjög svo kósý hjá okkur, veður.is gaf til kynna í vikunni að veðrið ætti bara að verða nokkuð gott sól, frost og ekki mikill vindur.
Það gekk ekki eftir þegar nær dró helginni eins og allir vita, lægð og aftur lægð bara um þessa helgi. Frestuðum því ferðinni í gær föstudag en svo átti að athuga með að gista nú í nótt.
Við fórum á rúntinn, kíktum á Skessuna sem gerði ekki annað en hrjóta, ropa og leysa vind, ungviðinu til mikillar gleði,enduðum við svo á Garðskaga við vitann.
Það var ekki svo hvasst fyrr en um kl.17:00 en þá hrikti bara í bílnum og fórum við því bara heim.
Til að milda vonbrigðin hjá ungu dömunum þá er ég búin að lofa classa ferð síðar.
Áttum bara ágætt kvöld saman, horfðum á Fantasiu Walt Disney og í gærkveldi Söngvaseið með snakki og nammi.
Á morgun er það svo síðbúið afmæli hjá einum fjölskyldumeðlim sem varð lögráða um daginn.
Bloggar | 15.3.2009 | 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 657
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar